Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Árni Sæberg skrifar 8. nóvember 2024 12:41 Skúli Mogensen árið 2019, rétt áður en Wow air fór á hausinn. Vísir/Vilhelm Skúli Mogensen, stofnandi Wow air, og þrír stjórnarmenn flugfélagsins sáluga hafa verið sýknaðir af öllum kröfum þrotabús Wow air á hendur þeim í ellefu dómsmálum. Þrotabúið fékk þó fjölda ráðstafana félagsins í aðdraganda þrotsins rift. Fjölskipaður dómur kvað upp niðurstöður sínar í ellefu dómsmálum á hendur fjölda kröfuhafa Wow air, Skúla, Liv Bergþórsdóttur, stjórnarformanni Wow air, og stjórnarmönnunum Helgu Hlín Hákonardóttur og Davíð Mássyni. Þrjú síðastnefndu voru sakaukastefndu og fimm vátryggingafélögum var stefnt til réttargæslu. Kröfuhöfum Wow air var stefnt til riftunar greiðslna sem þeim bárust skömmu fyrir gjaldþrot Wow air árið 2019 og Skúla og félögum til óskiptrar greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem þeir voru sagðir hafa bakað þrotabúinu. Ekki hægt að rétta yfir breska ríkinu og ein flugvélaleiga sýknuð Meðal stefndu voru Títan ehf., fjárfestingafélag Skúla, skattyfirvöld í Bretlandi, flugvélaleigur, og íslenska ríkið. Máli á hendur breska ríkinu var vísað frá dómi, enda mælir meginregla þjóðaréttar um úrlendisrétt ríkja fyrir um að eitt ríki sæti ekki dómslögsögu annars ríkis án samþykkis þess. Ein flugvélaleiga, CIT aerospace international, var sýknuð á grundvelli þess að þrotabúinu hafi ekki tekist að sanna að Wow air hafi verið ógjaldfært þegar félagið innti af hendi greiðslu upp á rúma milljón bandaríkjadala, um 137 milljóna króna, þann 1. október árið 2018. Ekki sýnt fram á skaðabótaábyrgð Í einu málinu var fallið frá riftunarkröfu á hendur þýska ráðgjafarfyrirtækinu TMF og Skúli og félagar aðeins krafðir um skaðabætur. Líkt og í hinum málunum var ekki talið að stjórnendur Wow air hefðu bakað sér skaðabótaskyldu með saknæmri háttsemi í aðdraganda gjaldþrotsins. Í dómunum segir að bótaábyrgð yrði aðeins felld á stjórnendur yrði komist að þeirri niðurstöðu að þeira hefðu valdið tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Dómurinn hafi talið að með vísan til aðstæðna og málsatvika í aðdraganda gjaldþrotsins að við sakarmat beri að veita stjórninni nokkurt svigrúm í tilraunum sínum til að bjarga rekstri félagsins. Taki þannig mælikvarði við mat á því hvort háttsemi stjórnar sé saknæm, mið af slíku svigrúmi. Ekki yrði litið framhjá sérstakri stöðu Wow air hf. en rekstur félagsins hafi verið metinn þjóðhagslega mikilvægur samkvæmt gögnum málsins. „Telur dómurinn ekki hafa verið sýnt fram á að sá tími sem stjórn hafði svigrúm til að snúa rekstri félagsins við teldist hafa runnið sitt skeið á enda áður en umræddar greiðslur voru inntar af hendi og óskað gjaldþrotaskipta þannig að skaðabótaábyrgð varði.“ Ríkið skuldar 270 milljónir með dráttarvöxtum Í átta málanna taldi dómurinn að umræddar ráðstafanir Wow air hafi verið ólögmætar og þeim bæri að rifta. Þeim sem fengu að þola riftun var sömuleiðis gert að endurgreiða þrotabúinu greiðslurnar. Heildarendurgreiðslur sem renna í þrotabúið nema um það bil 770 milljónum króna, með vöxtum frá árinu 2019 og dráttarvöxtum frá febrúar 2020. Með dráttarvöxtum er ekki óvarlega áætlað að krafan nemi rúmlega 1,3 milljörðum króna. Þar af ber íslenska ríkinu að greiða þrotabúinu rúmlega 270 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta. Gjaldþrot WOW Air Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Fjölskipaður dómur kvað upp niðurstöður sínar í ellefu dómsmálum á hendur fjölda kröfuhafa Wow air, Skúla, Liv Bergþórsdóttur, stjórnarformanni Wow air, og stjórnarmönnunum Helgu Hlín Hákonardóttur og Davíð Mássyni. Þrjú síðastnefndu voru sakaukastefndu og fimm vátryggingafélögum var stefnt til réttargæslu. Kröfuhöfum Wow air var stefnt til riftunar greiðslna sem þeim bárust skömmu fyrir gjaldþrot Wow air árið 2019 og Skúla og félögum til óskiptrar greiðslu skaðabóta vegna þess tjóns sem þeir voru sagðir hafa bakað þrotabúinu. Ekki hægt að rétta yfir breska ríkinu og ein flugvélaleiga sýknuð Meðal stefndu voru Títan ehf., fjárfestingafélag Skúla, skattyfirvöld í Bretlandi, flugvélaleigur, og íslenska ríkið. Máli á hendur breska ríkinu var vísað frá dómi, enda mælir meginregla þjóðaréttar um úrlendisrétt ríkja fyrir um að eitt ríki sæti ekki dómslögsögu annars ríkis án samþykkis þess. Ein flugvélaleiga, CIT aerospace international, var sýknuð á grundvelli þess að þrotabúinu hafi ekki tekist að sanna að Wow air hafi verið ógjaldfært þegar félagið innti af hendi greiðslu upp á rúma milljón bandaríkjadala, um 137 milljóna króna, þann 1. október árið 2018. Ekki sýnt fram á skaðabótaábyrgð Í einu málinu var fallið frá riftunarkröfu á hendur þýska ráðgjafarfyrirtækinu TMF og Skúli og félagar aðeins krafðir um skaðabætur. Líkt og í hinum málunum var ekki talið að stjórnendur Wow air hefðu bakað sér skaðabótaskyldu með saknæmri háttsemi í aðdraganda gjaldþrotsins. Í dómunum segir að bótaábyrgð yrði aðeins felld á stjórnendur yrði komist að þeirri niðurstöðu að þeira hefðu valdið tjóni af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi. Dómurinn hafi talið að með vísan til aðstæðna og málsatvika í aðdraganda gjaldþrotsins að við sakarmat beri að veita stjórninni nokkurt svigrúm í tilraunum sínum til að bjarga rekstri félagsins. Taki þannig mælikvarði við mat á því hvort háttsemi stjórnar sé saknæm, mið af slíku svigrúmi. Ekki yrði litið framhjá sérstakri stöðu Wow air hf. en rekstur félagsins hafi verið metinn þjóðhagslega mikilvægur samkvæmt gögnum málsins. „Telur dómurinn ekki hafa verið sýnt fram á að sá tími sem stjórn hafði svigrúm til að snúa rekstri félagsins við teldist hafa runnið sitt skeið á enda áður en umræddar greiðslur voru inntar af hendi og óskað gjaldþrotaskipta þannig að skaðabótaábyrgð varði.“ Ríkið skuldar 270 milljónir með dráttarvöxtum Í átta málanna taldi dómurinn að umræddar ráðstafanir Wow air hafi verið ólögmætar og þeim bæri að rifta. Þeim sem fengu að þola riftun var sömuleiðis gert að endurgreiða þrotabúinu greiðslurnar. Heildarendurgreiðslur sem renna í þrotabúið nema um það bil 770 milljónum króna, með vöxtum frá árinu 2019 og dráttarvöxtum frá febrúar 2020. Með dráttarvöxtum er ekki óvarlega áætlað að krafan nemi rúmlega 1,3 milljörðum króna. Þar af ber íslenska ríkinu að greiða þrotabúinu rúmlega 270 milljónir króna auk vaxta og dráttarvaxta.
Gjaldþrot WOW Air Dómsmál Fréttir af flugi Mest lesið Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Viðskipti innlent Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Viðskipti innlent „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Viðskipti innlent Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent Að umbreyta fómó í jómó um verslunarmannahelgina Atvinnulíf Fleiri fréttir Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Forstjórarnir sem möluðu gull í fyrra Ráðin framkvæmdastjóri Frama Afar ósátt við „óskiljanlega“ sekt Samkeppniseftirlitsins Taka sæti í framkvæmdastjórn Arctic Adventures Landsvirkjun sektuð um 1,4 milljarða fyrir að undirbjóða keppinauta Kalt stríð sé í gangi á netinu Sjö Airbus-þotur verða komnar í flotann í vetur Sjá meira
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent
Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Viðskipti innlent