Innlent

Viðbúnaðarstig fyrir vestan

Viðbúnaðarstigi vegna hláku sem eykur hættu á snjóflóðum hefur verið lýst yfir í byggðum á norðan- og sunnanverðum Vestfjörðum. Fylgst er með ástandinu. Leifur Örn Svavarsson, á snjóflóðavakt Veðurstofu Íslands, segir að ekki sé talin mikil hætta á flóði næstu daga en full ástæða þyki til aukins eftirlits með snjóalögum. Eitt minniháttar flóð hafi fallið á vegskála í Óshlíð í gærmorgun. Leifur segir að í byrjun hláku geti vot flekasnjóflóð orðið. Sú hætta sé að mestu gengin yfir en enn sé talið að krapasflóð geti myndast. "Við höfum minni áhyggjur núna þar sem aðeins eitt flóð hefur fallið og úrkoman hefur ekki verið gríðarlega mikil. Meirhluti af því vatni sem hefur komið fram er vegna bráðnunar í hitanum og vindinum. Lengri tíma þarf svo nægilegt vatn sé í snjónun og krapaflóð myndist.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×