Stjórnin framdi stjórnarskrárbrot 25. janúar 2005 00:01 Stjórnvöld frömdu stjórnarskrárbrot með því að heimila notkun landsins til árásar á Írak segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann hyggst krefja forsætisráðherra skýringa á því hvers vegna herir bandamanna fengu leyfi til að hafa hér viðdvöl vegna árásarinnar, löngu áður en listi hinna staðföstu þjóða varð að veruleika. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars eða þremur vikum síðar. Össuri finnst með ólíkindum að heyra þetta og segir málstað íslenskra stjórnvalda miklu verri en hann hafi birst hingað til vegna þessa. Þau hafi nefnilega gefið í skyn að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi ekki verið veittur fyrr en í bláaðdraganda hennar. Nú sé hins vegar hugsanlegt, í ljósi þessara upplýsinga, að ríkisstjórnin hafi farið á bak við þingið og þjóðina. „En ég vil ekki á þessu stigi draga þá ályktun sem liggur beinast við að draga. Ekki fyrr en ég hef átt kost á því að spyrja Halldór Ásgrímsson beint út um þetta í Alþingi Íslendinga. Það ætla ég að gera síðar í dag,“ segir Össur. Hártoganir hjá formanni Samfylkingarinnar segja eflaust einhverjir og benda má á að Eiríkur Tómasson lagaprófessor hefur sagt ákvörðunartöku utanríkis- og forsætisráðherra, um að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta, löglega. Að þessu sinni er formaður Samfylkingarinnar ósammála lagaprófessornum og segist telja koma til álita að brotið hafi verið það ákvæði í stjórnarskránni þar sem segir að ekki megi leggja kvaðir á land nema með samþykki Alþingis. „Ég spyr nú Eirík Tómasson: Er hægt að leggja meiri kvaðir á land heldur en þær að heimila notkun þess til árása sem eru í andstöðu við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og þar af leiðandi ólögmætar að alþjóðalögum eins og Kofi Annan hefur sagt?“ segir Össur Skarphéðinsson. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Stjórnvöld frömdu stjórnarskrárbrot með því að heimila notkun landsins til árásar á Írak segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar. Hann hyggst krefja forsætisráðherra skýringa á því hvers vegna herir bandamanna fengu leyfi til að hafa hér viðdvöl vegna árásarinnar, löngu áður en listi hinna staðföstu þjóða varð að veruleika. Í fréttum Stöðvar 2 í gær kom fram að íslensk stjórnvöld gáfu leyfi til þess í febrúar árið 2003 að herflugvélar gætu flogið um íslenska lofthelgi og haft hér viðdvöl vegna innrásar í Írak. Listi hinna staðföstu þjóða var ekki birtur fyrr en 18. mars eða þremur vikum síðar. Össuri finnst með ólíkindum að heyra þetta og segir málstað íslenskra stjórnvalda miklu verri en hann hafi birst hingað til vegna þessa. Þau hafi nefnilega gefið í skyn að stuðningurinn við innrásina í Írak hafi ekki verið veittur fyrr en í bláaðdraganda hennar. Nú sé hins vegar hugsanlegt, í ljósi þessara upplýsinga, að ríkisstjórnin hafi farið á bak við þingið og þjóðina. „En ég vil ekki á þessu stigi draga þá ályktun sem liggur beinast við að draga. Ekki fyrr en ég hef átt kost á því að spyrja Halldór Ásgrímsson beint út um þetta í Alþingi Íslendinga. Það ætla ég að gera síðar í dag,“ segir Össur. Hártoganir hjá formanni Samfylkingarinnar segja eflaust einhverjir og benda má á að Eiríkur Tómasson lagaprófessor hefur sagt ákvörðunartöku utanríkis- og forsætisráðherra, um að styðja aðgerðir Bandaríkjamanna og Breta, löglega. Að þessu sinni er formaður Samfylkingarinnar ósammála lagaprófessornum og segist telja koma til álita að brotið hafi verið það ákvæði í stjórnarskránni þar sem segir að ekki megi leggja kvaðir á land nema með samþykki Alþingis. „Ég spyr nú Eirík Tómasson: Er hægt að leggja meiri kvaðir á land heldur en þær að heimila notkun þess til árása sem eru í andstöðu við stofnskrá Sameinuðu þjóðanna og þar af leiðandi ólögmætar að alþjóðalögum eins og Kofi Annan hefur sagt?“ segir Össur Skarphéðinsson.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira