Íhuga dómsmál til leiðréttingar 28. janúar 2005 00:01 Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er reiðubúið að höfða dómsmál á hendur vinnuveitanda sínum, íslenska ríkinu, í því skyni að leiðrétta þann kynbundna launamun sem stéttin þarf að þola. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins og varaformaður Bandalags háskólamanna, segir að félagið íhugi þennan möguleika í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms í máli sem höfðað var gegn Akureyrarbæ. Í honum staðfesti Hæstiréttur að starf kvenkyns deildarstjóra á Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar væri jafnverðmætt og starf karlkyns deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi. "Það er umbeðið í ljósi þessa dóms og á því sem hann byggist að hefðbundin kvennastétt höfði dómsmál til að fá leiðréttingu á kjörum sínum. Það kemur vel til greina og ég er tilbúin til þess fyrir hönd míns fólks," segir Elsa. Hún segir að undirbúningur málsins sé ekki kominn svo langt á veg að búið sé að ákveða viðmiðunarhóp en horft verði meðal annars til inntaks starfsins, ábyrgðar sem í því felist og lengdar menntunar. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt jafnréttislögum hvíli sú skylda á atvinnurekendum að leiðrétta þann kynbundna launamun sem sé til staðar. "Stéttarfélag sem teldi að félagsmenn sínir væru með lægri laun en aðrir í jafnverðmætum og sambærilegum störfum gæti farið þess á leit við vinnuveitanda sinn að láta fara fram starfsmat. Ef ekki yrði fallist á það hefur félagið samkvæmt réttarfarslögum meðal annars rétt á því að gera kröfu í dómsmáli fyrir hönd sinna félagsmanna til að knýja það fram," segir Sif. Ef í ljós kemur samkvæmt starfsmatinu að kynbundinn launamunur sé milli hjúkrunarfræðinga og viðmiðunarstéttarinnar geta hjúkrunarfræðingar farið fram á bótakröfu frá ríkinu. Aðspurð segist Elsa vilja hefja málið á vormánuðum. "Það er spennandi að sjá hvað út úr þessu kemur því það er nánast þjóðfélagsmein hve vanmetin umönnunarstörf eru. Það er í raun ekki fyrr en fólk reynir það annað hvort á eigin skinni eða í gegnum aðstandendur sína að það gerir sér grein fyrir mikilvægi starfsins. Það eitt leiðir þó ekki til breytinga. Það er sárgrætilegt að peningahyggjan í samfélaginu er orðin svo mikil að störf sem tengast peningum virðast vera þau æskilegustu," segir Elsa. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira
Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga er reiðubúið að höfða dómsmál á hendur vinnuveitanda sínum, íslenska ríkinu, í því skyni að leiðrétta þann kynbundna launamun sem stéttin þarf að þola. Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður félagsins og varaformaður Bandalags háskólamanna, segir að félagið íhugi þennan möguleika í kjölfar nýfallins hæstaréttardóms í máli sem höfðað var gegn Akureyrarbæ. Í honum staðfesti Hæstiréttur að starf kvenkyns deildarstjóra á Félagsmálastofnun Akureyrarbæjar væri jafnverðmætt og starf karlkyns deildartæknifræðings hjá sama bæjarfélagi. "Það er umbeðið í ljósi þessa dóms og á því sem hann byggist að hefðbundin kvennastétt höfði dómsmál til að fá leiðréttingu á kjörum sínum. Það kemur vel til greina og ég er tilbúin til þess fyrir hönd míns fólks," segir Elsa. Hún segir að undirbúningur málsins sé ekki kominn svo langt á veg að búið sé að ákveða viðmiðunarhóp en horft verði meðal annars til inntaks starfsins, ábyrgðar sem í því felist og lengdar menntunar. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður segir að samkvæmt jafnréttislögum hvíli sú skylda á atvinnurekendum að leiðrétta þann kynbundna launamun sem sé til staðar. "Stéttarfélag sem teldi að félagsmenn sínir væru með lægri laun en aðrir í jafnverðmætum og sambærilegum störfum gæti farið þess á leit við vinnuveitanda sinn að láta fara fram starfsmat. Ef ekki yrði fallist á það hefur félagið samkvæmt réttarfarslögum meðal annars rétt á því að gera kröfu í dómsmáli fyrir hönd sinna félagsmanna til að knýja það fram," segir Sif. Ef í ljós kemur samkvæmt starfsmatinu að kynbundinn launamunur sé milli hjúkrunarfræðinga og viðmiðunarstéttarinnar geta hjúkrunarfræðingar farið fram á bótakröfu frá ríkinu. Aðspurð segist Elsa vilja hefja málið á vormánuðum. "Það er spennandi að sjá hvað út úr þessu kemur því það er nánast þjóðfélagsmein hve vanmetin umönnunarstörf eru. Það er í raun ekki fyrr en fólk reynir það annað hvort á eigin skinni eða í gegnum aðstandendur sína að það gerir sér grein fyrir mikilvægi starfsins. Það eitt leiðir þó ekki til breytinga. Það er sárgrætilegt að peningahyggjan í samfélaginu er orðin svo mikil að störf sem tengast peningum virðast vera þau æskilegustu," segir Elsa.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent „Þetta er ekki eiturgas“ Innlent Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Innlent Kviknaði í haug af timburkurli Innlent Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Erlent Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Innlent Fleiri fréttir Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Sjá meira