Innlent

Stormasamt á landinu

Mjög hvasst var sums staðar á Vestfjörðum í gær. Lögreglan bað fólk um að vera ekki á ferli að nauðsynjalausu en vindhviður mældust yfir fjörutíu metrar á sekúndu á Þverfjalli. Áð sögn lögreglu á Ísafirði í gærkvöld hafði kvöldið reynst slysalaust, en lausir munir fuku á bíl á Þingeyri. Í gærkvöldi var ofsaveður á þjóðvegi eitt við Kvísker í Öræfum og voru ökumenn beðnir að bíða átekta á meðan veðrið gekk yfir. Að sögn lögreglu urði engin óhöpp vegna veðurs. Vindhviður mældust 44 metrar á sekúndu síðdegis. Gefin var út stomviðvörun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×