Kosningarnar blóði drifnar 30. janúar 2005 00:01 Ekki færri en tuttugu og tveir liggja í valnum eftir röð árása á kjörstaði í Írak í morgun. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu eru blóði drifnar. Það var viðbúið að hryðjuverkamenn gerðu árásir á kjósendur og kjörstaði í dag eins og þeir höfðu hótað. Engu að síður segja írakskir stjórnmálamenn Reuters-fréttastofunni að kjörsókn sé góð og gæti verið um fimmtíu prósent áður en yfir líkur. Í ljósi þeirrar hættu sem felst í því að kjósa, og jafnvel aðeins í því að sjást með bláa blekið sem notað er til að merkja fingur þeirra sem greitt hafa atkvæði, væri helmings kjörsókn nánast undraverð. Sums staðar í Bagdad mynduðust raðir við kjörstaði og meira að segja í borginni Fallujah, sem varð illa úti í áhlaupi Bandaríkjahers fyrir jól, mætti fólk á kjörstaði, staðráðið í að hafa áhrif á framtíð landsins. Það virðast einkum vera Kúrdar og Sjítar sem flykkjast á kjörstaði, þrátt fyrir hótanir hryðjuverkamanna. Á svæðum Súnníta er kjörsókn almennt dræmari. Þar hafa ofbeldisverk verið mun algengari, andspyrnan er harðari og kannanir leiddu í ljós að um áttatíu prósent Súnníta hygðust sniðganga kosningarnar. Kjörstaðir í sumum Súnnítahverfum eru sagðir mannlausir. Verði niðurstaðan sú að Súnnítar hafi í stórum stíl haldið sig fjarri kjörstöðum gæti það dregið úr trúverðugleika nýrrar stjórnar í landinu. Þrátt fyrir gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa hryðjuverkamenn gert tugi árása í morgun, einkum í Bagdad. Mannskæðasta árásin var þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á biðröð við kjörstað í höfuðborginni. Þar fórust sex. Fjórir fórust við kjörstað í fátækrahverfinu Sadr-borg, fjórir í vesturborginni og fjórir til viðbótar annars staðar í Bagdad. Á þriðja tug liggur í valnum eftir árásir morgunsins og tugir eru slasaðir. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
Ekki færri en tuttugu og tveir liggja í valnum eftir röð árása á kjörstaði í Írak í morgun. Fyrstu lýðræðislegu kosningarnar í landinu eru blóði drifnar. Það var viðbúið að hryðjuverkamenn gerðu árásir á kjósendur og kjörstaði í dag eins og þeir höfðu hótað. Engu að síður segja írakskir stjórnmálamenn Reuters-fréttastofunni að kjörsókn sé góð og gæti verið um fimmtíu prósent áður en yfir líkur. Í ljósi þeirrar hættu sem felst í því að kjósa, og jafnvel aðeins í því að sjást með bláa blekið sem notað er til að merkja fingur þeirra sem greitt hafa atkvæði, væri helmings kjörsókn nánast undraverð. Sums staðar í Bagdad mynduðust raðir við kjörstaði og meira að segja í borginni Fallujah, sem varð illa úti í áhlaupi Bandaríkjahers fyrir jól, mætti fólk á kjörstaði, staðráðið í að hafa áhrif á framtíð landsins. Það virðast einkum vera Kúrdar og Sjítar sem flykkjast á kjörstaði, þrátt fyrir hótanir hryðjuverkamanna. Á svæðum Súnníta er kjörsókn almennt dræmari. Þar hafa ofbeldisverk verið mun algengari, andspyrnan er harðari og kannanir leiddu í ljós að um áttatíu prósent Súnníta hygðust sniðganga kosningarnar. Kjörstaðir í sumum Súnnítahverfum eru sagðir mannlausir. Verði niðurstaðan sú að Súnnítar hafi í stórum stíl haldið sig fjarri kjörstöðum gæti það dregið úr trúverðugleika nýrrar stjórnar í landinu. Þrátt fyrir gríðarlegar öryggisráðstafanir hafa hryðjuverkamenn gert tugi árása í morgun, einkum í Bagdad. Mannskæðasta árásin var þegar sjálfsmorðssprengjuárás var gerð á biðröð við kjörstað í höfuðborginni. Þar fórust sex. Fjórir fórust við kjörstað í fátækrahverfinu Sadr-borg, fjórir í vesturborginni og fjórir til viðbótar annars staðar í Bagdad. Á þriðja tug liggur í valnum eftir árásir morgunsins og tugir eru slasaðir.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira