Formennirnir viðurkenni mistök 30. janúar 2005 00:01 Steingrímur Hermannson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist halda að Davíð Oddsson hafi einn tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak. Halldór Ásgrímsson hafi staðið frammi fyrir gerðum hlut. Hann hvetur stjórnarherrana til að tala opinskátt um málið, birta fundargerðir utanríkismálanefndar og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur sagði í Silfri Egils í dag það meiriháttar og alvarlega ákvörðun að hverfa frá þeirri áratuga stefnu Íslendinga að taka ekki þátt í árásarstríði og ófært að sú ákvörðun hafi verið tekin af einum eða tveimur mönnum. Hann segir að Davíð Oddsson hafi talað opinskátt um stuðning við Bandaríkjamenn en Halldór Ásgrímsson hafi alltaf verið með varnagla. Steingrímur segist ekki gera athugasemdir við það að ákvörðun um stuðning við Írak hafi ekki verið samþykkt í ríkisstjórn en það hafi verið ótrúlegt að bera málið ekki undir þingflokkana; þaðan fái ráðherrann sitt umboð. Þar sé veikleikinn að hans mati. „Og það er náttúrlega ekki hægt að halda því fram að málið sé svo veigalítið að það þurfi ekki samráð við utanríksimálanefnd,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir sjálfsagt að birta fundargerðir utanríkismálanefndar um málið. Það sé langsamlega hollast að tala opinskátt um málið eins og staðan sé og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur gagnrýnir Davíð og Halldór fyrir að ræða ekki opinskátt um málið en segir um leið að að sumu leyti hafi fjölmiðlar farið offari í málinu, t.d. með því að vera sífellt að nuða um ríksistjórnarfundinn. Hann er algjört aukaatriði að mati Steingríms því það hafi ekki þurft samþykki ríkisstjórnarinnar. Ráðherrann fyrrverandi segir hins vegar boðið upp á þetta með því að tala ekki við fjölmiðla þegar þeir óski eftir því. „Það er miklu betra að tala við óánægðan blaðamann heldur en að láta hann fara óánægðan og skrifa einhverja vitlausa frétt,“ segir Steingrímur. Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira
Steingrímur Hermannson, fyrrverandi forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, segist halda að Davíð Oddsson hafi einn tekið ákvörðun um að styðja innrásina í Írak. Halldór Ásgrímsson hafi staðið frammi fyrir gerðum hlut. Hann hvetur stjórnarherrana til að tala opinskátt um málið, birta fundargerðir utanríkismálanefndar og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur sagði í Silfri Egils í dag það meiriháttar og alvarlega ákvörðun að hverfa frá þeirri áratuga stefnu Íslendinga að taka ekki þátt í árásarstríði og ófært að sú ákvörðun hafi verið tekin af einum eða tveimur mönnum. Hann segir að Davíð Oddsson hafi talað opinskátt um stuðning við Bandaríkjamenn en Halldór Ásgrímsson hafi alltaf verið með varnagla. Steingrímur segist ekki gera athugasemdir við það að ákvörðun um stuðning við Írak hafi ekki verið samþykkt í ríkisstjórn en það hafi verið ótrúlegt að bera málið ekki undir þingflokkana; þaðan fái ráðherrann sitt umboð. Þar sé veikleikinn að hans mati. „Og það er náttúrlega ekki hægt að halda því fram að málið sé svo veigalítið að það þurfi ekki samráð við utanríksimálanefnd,“ segir Steingrímur. Forsætisráðherrann fyrrverandi segir sjálfsagt að birta fundargerðir utanríkismálanefndar um málið. Það sé langsamlega hollast að tala opinskátt um málið eins og staðan sé og viðurkenna að mistök hafi verið gerð. Steingrímur gagnrýnir Davíð og Halldór fyrir að ræða ekki opinskátt um málið en segir um leið að að sumu leyti hafi fjölmiðlar farið offari í málinu, t.d. með því að vera sífellt að nuða um ríksistjórnarfundinn. Hann er algjört aukaatriði að mati Steingríms því það hafi ekki þurft samþykki ríkisstjórnarinnar. Ráðherrann fyrrverandi segir hins vegar boðið upp á þetta með því að tala ekki við fjölmiðla þegar þeir óski eftir því. „Það er miklu betra að tala við óánægðan blaðamann heldur en að láta hann fara óánægðan og skrifa einhverja vitlausa frétt,“ segir Steingrímur.
Fréttir Innlent Ríkisstjórn Stj.mál Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Sjá meira