Um sextíu prósent kosningaþátttaka 30. janúar 2005 00:01 Yfirmenn kjörstjórna í Írak telja að um 60 prósent Íraka, eða um átta milljónir manna, hafi mætt á kjörstaði í gær í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu í 50 ár. Meira en 200 stjórnmálaflokkar voru í framboði. Lokið verður við að telja atkvæðin eftir þrjá til fjóra daga. Eins og búist hafði verið við létu uppreisnarmenn til sín taka og létust að minnsta kosti 44 í sprengingum í Bagdad og víðar. Þar af voru níu uppreisnarmenn. Þá fórst bresk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 rétt norðan við Bagdad um miðjan dag. Í gærkvöld var ekki ljóst hvort vélin hafði verið skotin niður. Kosningasérfræðingar eru almennt sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé framar vonum. Carlos Valenzuela, kosningaráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna, vildi ekki staðfesta töluna. Hann sagði að þátttakan hefði verið mjög góð á sumum svæðum en nánast engin á öðrum. Mikill munur var á kosningaþátttöku milli sjía-múslíma og kúrda annars vegar og súnní-múslíma hins vegar. Í suðurhluta landsins þar sem meirihluti íbúanna er sjía-múslímar var kosningaþátttakan mjög góð sem og hjá kúrdum í norðurhlutanum. Á svæðum í miðhluta landsins þar sem súnní-múslímar eru í meirihluta var kjörsókn afar lítil. Kjörstaðir í borgunum Falluja, Ramadi og Beiji voru tómir. Fólk hætti ekki á að mæta vegna hótana uppreisnarmanna súnní-múslíma um árásir. Þó að sérfræðingar séu sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé mjög góð hafa þeir einnig lýst áhyggjum yfir lítilli þátttöku súnní-múslíma. Ef í ljós komi að stjórnmálaflokkar súnní-múslíma fái lítið sem ekkert fylgi verði ljóst að þingið muni ekki endurspegla þjóðina og það geti orðið til þess að þjóðin hreinlega klofni. Þróunin næstu mánaða mun sýna hvort markmið George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að koma á lýðræði í Mið-Austurlöndum náist. Í dag eru 150 þúsund bandarískir hermenn í Írak og síðan innrásin var gerð í mars árið 2003 hafa meira en 1.400 hermenn látist. Erlent Fréttir Írak Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira
Yfirmenn kjörstjórna í Írak telja að um 60 prósent Íraka, eða um átta milljónir manna, hafi mætt á kjörstaði í gær í fyrstu lýðræðislegu kosningunum í landinu í 50 ár. Meira en 200 stjórnmálaflokkar voru í framboði. Lokið verður við að telja atkvæðin eftir þrjá til fjóra daga. Eins og búist hafði verið við létu uppreisnarmenn til sín taka og létust að minnsta kosti 44 í sprengingum í Bagdad og víðar. Þar af voru níu uppreisnarmenn. Þá fórst bresk herflutningavél af gerðinni Hercules C-130 rétt norðan við Bagdad um miðjan dag. Í gærkvöld var ekki ljóst hvort vélin hafði verið skotin niður. Kosningasérfræðingar eru almennt sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé framar vonum. Carlos Valenzuela, kosningaráðgjafi á vegum Sameinuðu þjóðanna, vildi ekki staðfesta töluna. Hann sagði að þátttakan hefði verið mjög góð á sumum svæðum en nánast engin á öðrum. Mikill munur var á kosningaþátttöku milli sjía-múslíma og kúrda annars vegar og súnní-múslíma hins vegar. Í suðurhluta landsins þar sem meirihluti íbúanna er sjía-múslímar var kosningaþátttakan mjög góð sem og hjá kúrdum í norðurhlutanum. Á svæðum í miðhluta landsins þar sem súnní-múslímar eru í meirihluta var kjörsókn afar lítil. Kjörstaðir í borgunum Falluja, Ramadi og Beiji voru tómir. Fólk hætti ekki á að mæta vegna hótana uppreisnarmanna súnní-múslíma um árásir. Þó að sérfræðingar séu sammála um að 60 prósenta kosningaþátttaka sé mjög góð hafa þeir einnig lýst áhyggjum yfir lítilli þátttöku súnní-múslíma. Ef í ljós komi að stjórnmálaflokkar súnní-múslíma fái lítið sem ekkert fylgi verði ljóst að þingið muni ekki endurspegla þjóðina og það geti orðið til þess að þjóðin hreinlega klofni. Þróunin næstu mánaða mun sýna hvort markmið George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, um að koma á lýðræði í Mið-Austurlöndum náist. Í dag eru 150 þúsund bandarískir hermenn í Írak og síðan innrásin var gerð í mars árið 2003 hafa meira en 1.400 hermenn látist.
Erlent Fréttir Írak Mest lesið Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Hlýnar um helgina Veður Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Innlent Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Erlent Pilturinn er fundinn Innlent Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Innlent Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Fleiri fréttir Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Þrír látnir og sextán saknað eftir árás á fraktskip Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Sjá meira