Gengið sterkt til frambúðar 31. janúar 2005 00:01 Hátt raungengi krónunnar um þessar mundir er til marks um bætt efnahagsskilyrði í landinu og því er líklegt að krónan verði áfram sterk. Þetta kom fram í riti greiningardeildar Landsbankans "Sterk króna til framtíðar" sem kom út í gær. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í Landsbankanum, segir það vera til marks um styrkleika í hagkerfinu að raungengið fari hækkandi því það gefi til kynna að framleiðni og kaupmáttur fari vaxandi. "Það er styrkleikamerki að raungengið fari hækkandi," segir hann. Í riti greiningardeildarinnar kemur fram að gera megi ráð fyrir að gengisvísitala krónunnar haldist í námunda við 115 stig fram ámitt næsta ár. Þá muni gengið gefa eftir og fara í 130 stig en nái nýju jafnvægi í kringum 125 stig. Gangi þessi spá eftir þýðir það að raungengið verði um fimm prósent hærra en sögulegt meðaltal áranna 1990 til 2003 segir til um næst þegar jafnvægi er í þjóðarbúskapnum. Stóriðjuframkvæmdir ráða miklu um sterkt gengi krónunnar um þessar mundir en aðrir þættir hafa hins vegar þau áhrif að langtímaspá Landsbankans vísar til þess að gengið verði áfram sterkt. "Þau atriði sem skipta mestu eru lækkandi fjármagnskostnaður, hagstætt skattaumhverfi, breytingar á vinnumarkaði, minnkandi vægi sjávarútvegs og vaxandi eignir íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða erlendis," segir í riti greiningardeildarinnar. Raungengi segir til um hlutfallslega verðþróun á milli landa. Hátt raungengi krónunnar bendir til þess að kostnaður við framleiðslu hafi aukist hraðar hér á landi en í samkeppnislöndunum. Sú þróun hefur verið á undanförnum árum. Frá 1998 hefur verðlag á Íslandi hækkað um 32 prósent en um 13 prósent í samkeppnislöndunum og launakostnaður hefur hækkað um 25 prósent á Íslandi en um 12 prósent í samkeppnislöndunum. Þetta bendir til þess að þótt nafnengi krónunnar sé svipað nú og árið 1998 þá hafi samkeppnisaðstæður íslensks atvinnulífs versnað verulega. Björn Rúnar segir að aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka muni ráða mestu um það hvort íslenskt atvinnulíf nái að standa undir því að raungengi krónunnar verði áfram sterkt á næstu árum. "Einhverjar atvinnugreinar munu líða fyirr þessa þróun en fyrirtækin eiga að geta borið þann kostnaðarauka sem hærra raungengi felur í sér vegna framleiðniaukningar og aukin framleiðni getur skilað varanlegri kaupmáttaraukningu inn í hagkerfið," segir Björn Rúnar. Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Hátt raungengi krónunnar um þessar mundir er til marks um bætt efnahagsskilyrði í landinu og því er líklegt að krónan verði áfram sterk. Þetta kom fram í riti greiningardeildar Landsbankans "Sterk króna til framtíðar" sem kom út í gær. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í Landsbankanum, segir það vera til marks um styrkleika í hagkerfinu að raungengið fari hækkandi því það gefi til kynna að framleiðni og kaupmáttur fari vaxandi. "Það er styrkleikamerki að raungengið fari hækkandi," segir hann. Í riti greiningardeildarinnar kemur fram að gera megi ráð fyrir að gengisvísitala krónunnar haldist í námunda við 115 stig fram ámitt næsta ár. Þá muni gengið gefa eftir og fara í 130 stig en nái nýju jafnvægi í kringum 125 stig. Gangi þessi spá eftir þýðir það að raungengið verði um fimm prósent hærra en sögulegt meðaltal áranna 1990 til 2003 segir til um næst þegar jafnvægi er í þjóðarbúskapnum. Stóriðjuframkvæmdir ráða miklu um sterkt gengi krónunnar um þessar mundir en aðrir þættir hafa hins vegar þau áhrif að langtímaspá Landsbankans vísar til þess að gengið verði áfram sterkt. "Þau atriði sem skipta mestu eru lækkandi fjármagnskostnaður, hagstætt skattaumhverfi, breytingar á vinnumarkaði, minnkandi vægi sjávarútvegs og vaxandi eignir íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða erlendis," segir í riti greiningardeildarinnar. Raungengi segir til um hlutfallslega verðþróun á milli landa. Hátt raungengi krónunnar bendir til þess að kostnaður við framleiðslu hafi aukist hraðar hér á landi en í samkeppnislöndunum. Sú þróun hefur verið á undanförnum árum. Frá 1998 hefur verðlag á Íslandi hækkað um 32 prósent en um 13 prósent í samkeppnislöndunum og launakostnaður hefur hækkað um 25 prósent á Íslandi en um 12 prósent í samkeppnislöndunum. Þetta bendir til þess að þótt nafnengi krónunnar sé svipað nú og árið 1998 þá hafi samkeppnisaðstæður íslensks atvinnulífs versnað verulega. Björn Rúnar segir að aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka muni ráða mestu um það hvort íslenskt atvinnulíf nái að standa undir því að raungengi krónunnar verði áfram sterkt á næstu árum. "Einhverjar atvinnugreinar munu líða fyirr þessa þróun en fyrirtækin eiga að geta borið þann kostnaðarauka sem hærra raungengi felur í sér vegna framleiðniaukningar og aukin framleiðni getur skilað varanlegri kaupmáttaraukningu inn í hagkerfið," segir Björn Rúnar.
Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira