Heppni að björgun tókst 1. febrúar 2005 00:01 Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir heppni að það skildi takast að koma Dettifossi til lands með þessum litlu skipum sem varðskipin eru. Dettifoss kom að landi á Eskifirði um miðnætti í fyrrakvöld en stýrisbúnaður skipsins brotnaði á föstudagskvöld. "Þetta sýnir augljóslega að þó við beitum báðum öflugustu skipunum okkar þá ráðum við ekki við þetta með góðu móti. Við hefðum aldrei getað haldið skipinu frá landi ef vindur hefði verið úr annarri átt. Hér er ekkert dráttarbátafyrirtæki sem hægt væri að leita til og næsti möguleiki hefði verið að fá dráttarskip frá Noregi. Það hefði tekið of langan tíma eða þrjá sólarhringa," segir Georg. Hann bendir á að mikið mengunarslys yrði ef stórt olíuskip myndi lenda uppi í fjöru og segir nauðsynlegt að geta verndað efnahagslögsöguna fyrir mengun. "Ef eitthvað ber út af eigum við enga möguleika," segir Georg. Georg segir búnað varðskipanna til björgunar vera ágætan en dráttargetan sé helmingi minni en hún þyrfti að vera. Hann segir því fulla þörf fyrir fjölnotaskip sem hægt væri að nota sem varðskip og dráttarskip. Í skipinu þyrfti einnig að vera mengunar-, rannsóknar,- og björgunarbúnaður. Vírarnir á milli varðskipsins Týs og Dettifoss slitnaði þrisvar sinnum og segir Georg ástæðuna vera úreltan dráttarbúnað. Spilið á varðskipinu gefur ekki eftir en nýjustu spilin er hægt að stilla eftir þyngd þess sem dregið er. Þá segir hann staðsetningu spilsins hafa valdið því að Týr gat ekki stýrt Dettifossi heldur þurfti varðskipið Ægi til hjálpar. "Varðskipin eru lítil og kraftlaus þó þau séu í ágætu standi. Þeim hefur verið vel haldið við og geta því nýst vel með öðru öflugra skipi," segir Georg. Týr er 1.214 brúttótonn og hefur 8.909 hestöfl á móti 20.108 hestöflum Dettifoss og 14.664 brúttótonnum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira
Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, segir heppni að það skildi takast að koma Dettifossi til lands með þessum litlu skipum sem varðskipin eru. Dettifoss kom að landi á Eskifirði um miðnætti í fyrrakvöld en stýrisbúnaður skipsins brotnaði á föstudagskvöld. "Þetta sýnir augljóslega að þó við beitum báðum öflugustu skipunum okkar þá ráðum við ekki við þetta með góðu móti. Við hefðum aldrei getað haldið skipinu frá landi ef vindur hefði verið úr annarri átt. Hér er ekkert dráttarbátafyrirtæki sem hægt væri að leita til og næsti möguleiki hefði verið að fá dráttarskip frá Noregi. Það hefði tekið of langan tíma eða þrjá sólarhringa," segir Georg. Hann bendir á að mikið mengunarslys yrði ef stórt olíuskip myndi lenda uppi í fjöru og segir nauðsynlegt að geta verndað efnahagslögsöguna fyrir mengun. "Ef eitthvað ber út af eigum við enga möguleika," segir Georg. Georg segir búnað varðskipanna til björgunar vera ágætan en dráttargetan sé helmingi minni en hún þyrfti að vera. Hann segir því fulla þörf fyrir fjölnotaskip sem hægt væri að nota sem varðskip og dráttarskip. Í skipinu þyrfti einnig að vera mengunar-, rannsóknar,- og björgunarbúnaður. Vírarnir á milli varðskipsins Týs og Dettifoss slitnaði þrisvar sinnum og segir Georg ástæðuna vera úreltan dráttarbúnað. Spilið á varðskipinu gefur ekki eftir en nýjustu spilin er hægt að stilla eftir þyngd þess sem dregið er. Þá segir hann staðsetningu spilsins hafa valdið því að Týr gat ekki stýrt Dettifossi heldur þurfti varðskipið Ægi til hjálpar. "Varðskipin eru lítil og kraftlaus þó þau séu í ágætu standi. Þeim hefur verið vel haldið við og geta því nýst vel með öðru öflugra skipi," segir Georg. Týr er 1.214 brúttótonn og hefur 8.909 hestöfl á móti 20.108 hestöflum Dettifoss og 14.664 brúttótonnum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Titringur á Alþingi Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Innlent Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Innlent Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Innlent Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Innlent Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Innlent Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna gímaldið við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Sjá meira