Fegurðardrottning í forstjórastól 1. febrúar 2005 00:01 Í dag tekur formlega gildi skipun Hildar Dungal sem forstjóri Útlendingastofnunar. "Ég er auðvitað mjög glöð að fá þetta tækifæri og gaman að fá að takast á við þennan stóra málaflokk," segir hún og bætir við að hún komi nú ekki alveg ókunnug að hnútunum því hún hafi starfað í tæp tvö ár hjá Útlendingastofnun. "Þess vegna þekkir maður ágætlega innviði stofnunarinnar, málaflokkinn og hefur átt nokkurn þátt í að móta hann að einhverju leyti." Hildur hóf störf hjá stofnuninni í apríl árið 2003 sem almennur lögfræðingur, en tók við stjórn stjórnsýslusviðs í ársbyrjun í fyrra. Hún var svo gerð að staðgengli forstjóra síðasta haust og settur forstjóri fyrir mánuði síðan þegar Georg Lárusson tók við starfi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hildur segir ekki stórfelldra breytinga að vænta vegna þessa hjá stofnuninni, enda sé henni sniðið bæði hlutverk og stefna í lögum og áherslum stjórnvalda hverju sinni. "En auðvitað er maður kannski með einhverjar hugmyndir um hvernig koma á fram við viðskiptavini og hvernig efla má umræðuna um útlendingamál þannig að okkar sjónarmið fái betri kynningu og þær reglur sem við miðum við og höfum að leiðarljósi í okkar ákvörðunum," segir hún og telur að þannig megi auka skilning almennings á eðli Útlendingastofnunar. "Þetta er nú kannski það sem maður sér fyrir sér að leggja áherslu á, svona til að byrja með." Hildur bendir á að stofnunin geti lítið tjáð sig um mál sem þar eru til umfjöllunar vegna þess að þau snerti persónuleg mál fólks. "En við gætum hins vegar reynt að efla umræðuna almennt þannig að fólk skilji betur á hvaða forsendum við tökum okkar ákvarðanir. Svo liggja auðvitað fyrir verkefni, eins og eitt það stærsta sem við eigum eftir að takast á við á þessu ári, sem er breytingin á vegabréfunum með lífkennum." Áður en Hildur hóf störf hjá Útlendingastofnun starfaði hún sem deildarstjóri á innheimtu- og lögfræðideild á tollheimtusviði Tollstjórans í Reykjavík. "Segja má að málin þar hafi ekki verið ósvipuð og hér, því ég vann við lögfræðileg málefni og svo upplýsingagjöf um tollamál, bæði til almennings, sýslumanna og annað." Þá hefur Hildur víðtæka reynslu af öðrum störfum, en hún hefur meðal annars starfað bæði sem fyrirsæta og flugfreyja. Þá tók hún fyrir tvítugt þátt í fegurðarsamkeppnum, varð árið 1989 í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands og keppti árið eftir fyrir hönd landsins í keppninni um Ungfrú alheim. "Ég veit nú samt ekki hverju sú reynsla skilaði," segir hún og hlær. "Auðvitað nýtist öll svona lífsreynsla á einhvern hátt, en ég var náttúrlega bara 17 ára. Maður hins vegar lærir að koma fram og þannig eykur þetta bæði sjálfstraust og sjálfstæði." Hildur segir hins vegar flugfreyjustörfin hafa nýst vel, en þau vann hún með skóla á sumrin. "Það var rosalega góð reynsla í mannlegum samskiptum. Ef upp koma vandamál þá verður bara að leysa úr þeim því ekki verður þeim vísað annað í lokuðu rými í háloftunum." Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira
Í dag tekur formlega gildi skipun Hildar Dungal sem forstjóri Útlendingastofnunar. "Ég er auðvitað mjög glöð að fá þetta tækifæri og gaman að fá að takast á við þennan stóra málaflokk," segir hún og bætir við að hún komi nú ekki alveg ókunnug að hnútunum því hún hafi starfað í tæp tvö ár hjá Útlendingastofnun. "Þess vegna þekkir maður ágætlega innviði stofnunarinnar, málaflokkinn og hefur átt nokkurn þátt í að móta hann að einhverju leyti." Hildur hóf störf hjá stofnuninni í apríl árið 2003 sem almennur lögfræðingur, en tók við stjórn stjórnsýslusviðs í ársbyrjun í fyrra. Hún var svo gerð að staðgengli forstjóra síðasta haust og settur forstjóri fyrir mánuði síðan þegar Georg Lárusson tók við starfi forstjóra Landhelgisgæslunnar. Hildur segir ekki stórfelldra breytinga að vænta vegna þessa hjá stofnuninni, enda sé henni sniðið bæði hlutverk og stefna í lögum og áherslum stjórnvalda hverju sinni. "En auðvitað er maður kannski með einhverjar hugmyndir um hvernig koma á fram við viðskiptavini og hvernig efla má umræðuna um útlendingamál þannig að okkar sjónarmið fái betri kynningu og þær reglur sem við miðum við og höfum að leiðarljósi í okkar ákvörðunum," segir hún og telur að þannig megi auka skilning almennings á eðli Útlendingastofnunar. "Þetta er nú kannski það sem maður sér fyrir sér að leggja áherslu á, svona til að byrja með." Hildur bendir á að stofnunin geti lítið tjáð sig um mál sem þar eru til umfjöllunar vegna þess að þau snerti persónuleg mál fólks. "En við gætum hins vegar reynt að efla umræðuna almennt þannig að fólk skilji betur á hvaða forsendum við tökum okkar ákvarðanir. Svo liggja auðvitað fyrir verkefni, eins og eitt það stærsta sem við eigum eftir að takast á við á þessu ári, sem er breytingin á vegabréfunum með lífkennum." Áður en Hildur hóf störf hjá Útlendingastofnun starfaði hún sem deildarstjóri á innheimtu- og lögfræðideild á tollheimtusviði Tollstjórans í Reykjavík. "Segja má að málin þar hafi ekki verið ósvipuð og hér, því ég vann við lögfræðileg málefni og svo upplýsingagjöf um tollamál, bæði til almennings, sýslumanna og annað." Þá hefur Hildur víðtæka reynslu af öðrum störfum, en hún hefur meðal annars starfað bæði sem fyrirsæta og flugfreyja. Þá tók hún fyrir tvítugt þátt í fegurðarsamkeppnum, varð árið 1989 í öðru sæti í Fegurðarsamkeppni Íslands og keppti árið eftir fyrir hönd landsins í keppninni um Ungfrú alheim. "Ég veit nú samt ekki hverju sú reynsla skilaði," segir hún og hlær. "Auðvitað nýtist öll svona lífsreynsla á einhvern hátt, en ég var náttúrlega bara 17 ára. Maður hins vegar lærir að koma fram og þannig eykur þetta bæði sjálfstraust og sjálfstæði." Hildur segir hins vegar flugfreyjustörfin hafa nýst vel, en þau vann hún með skóla á sumrin. "Það var rosalega góð reynsla í mannlegum samskiptum. Ef upp koma vandamál þá verður bara að leysa úr þeim því ekki verður þeim vísað annað í lokuðu rými í háloftunum."
Innlent Lífið Lög og regla Menning Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Fleiri fréttir Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Sjá meira