Viðskipti innlent

Gerir tilboð í verðbréfafyrirtæki

Landsbankinn hefur gert yfirtökutilboð í breska verðbréfafyrirtækið Teather & Greenwood upp á um fimm milljarða króna. Fyrirtækið mun hefja útlánastarfsemi í Bretlandi ef kaupin ganga upp, að sögn Halldórs Kristjánssonar bankastjóra Landsbankans. Halldór segir að fyrirtækið eigi sér djúpar rætur í bresku efnahagslífi og það hafi verið skráð á aðallista kauphallarinnar í Lundúnum frá árinu 1998. Fyrirtækið þjóni millistórum fyrirtækjum á breska markaðnum og yfirtökutilboðið sé gert fyrst og fremst til að fá aðgang að góðum viðskiptamannagrunni í Lundúnum til þess að auka þá þjónustu sem fyrirtækið geti veitt á breska markaðnum. Halldór segir enn fremur að stefnt sé að því að efla núverandi starfsemi verðbréfafyrirtækisins en jafnframt eigi að samþætta við þá þjónustu útlánastarfsemi og stór umbreytingarverkefni sem fyrirtækið hafi ekki stundað áður. Landsbankinn hyggist stofna útibú á grunni þeirrar starfsemi í húsnæði Teather & Greenwood.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×