Hagnast þrátt fyrir sektir 1. febrúar 2005 00:01 Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður segir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála gefa þau skilaboð að menn hagnist á því að brjóta af sér. Hagnaður olíufélaganna af samráðinu sé enn um fjórir milljarðar þó að sektir hefðu verið greiddar. "Það er spurning hvernig eigi að þróa þjóðfélagið þannig að lögum sé hlýtt. Ef fólk er sammála um að frjálsi markaðurinn sé að virka vel fyrir þjóðfélagið og neytendur verður að gæta þess að þeir sem vilja eyðileggja frjálsa markaðinn komist ekki upp með það," segir Jón. Eggert Ólafsson héraðsdómslögmaður segir úrskurðinn staðfesta að mikið samráð olíufélaganna hafi verið á almenni verðlagningu á eldsneyti á árunum 1993 til 2001. Jafnframt segi í úrskurðinum að samráðið hafi aukist frá árinu 1996 þrátt fyrir að félögin hafi haldið öðru fram. Í langflestum tilvikum staðfestir áfrýjunarnefndin að samráð hafi verið um útboð olíufélaganna og markaðsskiptingu á landsbyggðinni. "Ég tel áfrýjunarnefndina fara full þröngt í að meta sektirnar. Hún finnur að því að ekki séu nægjanleg rök færð til að sýna hver skaðsemi vegna samráðsins er, sem ég tel liggja í augum upp að hafi haft mikil keðjuverkandi áhrif á þjóðfélagið," segir Eggert. Hann bætir við að í öðrum úrskurðum áfrýjunarnefndarinnar megi sjá að hún telji sig hafa fulla heimild til að endurskoða ákvörðun samkeppnisráðs. Þannig hefði nefndin getað tekið meira tillit til skaðseminnar en þeir miðuðu aðeins við ávinninginn. Eggert segir áfrýjunarnefndina hafa tekið tillit til þess að launavísitala hefði hækkað meira en neysluvísitala þrátt fyrir að launakostnaður olíufélaganna hefði verið minni ef það hefði verið samkeppni. Jóni Magnússyni finnst ástæða til að skoða leiðir til að setja þunga refsiábyrgð á einstaklinga sem taka þátt í samráði sem þessu. Hann segir þá refsiábyrgð sem er í samkeppnislögum, þar sem hámark refsingar sé fjögur ár, ekki vera þunga. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira
Jón Magnússon hæstaréttarlögmaður segir úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála gefa þau skilaboð að menn hagnist á því að brjóta af sér. Hagnaður olíufélaganna af samráðinu sé enn um fjórir milljarðar þó að sektir hefðu verið greiddar. "Það er spurning hvernig eigi að þróa þjóðfélagið þannig að lögum sé hlýtt. Ef fólk er sammála um að frjálsi markaðurinn sé að virka vel fyrir þjóðfélagið og neytendur verður að gæta þess að þeir sem vilja eyðileggja frjálsa markaðinn komist ekki upp með það," segir Jón. Eggert Ólafsson héraðsdómslögmaður segir úrskurðinn staðfesta að mikið samráð olíufélaganna hafi verið á almenni verðlagningu á eldsneyti á árunum 1993 til 2001. Jafnframt segi í úrskurðinum að samráðið hafi aukist frá árinu 1996 þrátt fyrir að félögin hafi haldið öðru fram. Í langflestum tilvikum staðfestir áfrýjunarnefndin að samráð hafi verið um útboð olíufélaganna og markaðsskiptingu á landsbyggðinni. "Ég tel áfrýjunarnefndina fara full þröngt í að meta sektirnar. Hún finnur að því að ekki séu nægjanleg rök færð til að sýna hver skaðsemi vegna samráðsins er, sem ég tel liggja í augum upp að hafi haft mikil keðjuverkandi áhrif á þjóðfélagið," segir Eggert. Hann bætir við að í öðrum úrskurðum áfrýjunarnefndarinnar megi sjá að hún telji sig hafa fulla heimild til að endurskoða ákvörðun samkeppnisráðs. Þannig hefði nefndin getað tekið meira tillit til skaðseminnar en þeir miðuðu aðeins við ávinninginn. Eggert segir áfrýjunarnefndina hafa tekið tillit til þess að launavísitala hefði hækkað meira en neysluvísitala þrátt fyrir að launakostnaður olíufélaganna hefði verið minni ef það hefði verið samkeppni. Jóni Magnússyni finnst ástæða til að skoða leiðir til að setja þunga refsiábyrgð á einstaklinga sem taka þátt í samráði sem þessu. Hann segir þá refsiábyrgð sem er í samkeppnislögum, þar sem hámark refsingar sé fjögur ár, ekki vera þunga.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Innlent Fleiri fréttir Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Sjá meira