Viðskipti innlent

Actavis kaupir indverskt fyrirtæki

Lyfjafyrirtækið Actavis hefur fest kaup á lyfjarannsóknafyrirtækinu Lotus á Indlandi. Kaupverðið er um 1,6 milljarðar íslenskra króna og gert er ráð fyrir að gengið verði frá kaupsamningi á næstu vikum. Félagið sérhæfir sig í klínískum rannsóknum á áhrifum samheitalyfja í samanburði við frumlyfin, áhrifum þeirra á önnur lyf og læknisfræðilegum prófunum. Kaupin eru hluti af yfirlýstri stefnu félagsins um að nýta sérþekkingu og lágan framleiðslukostnað á Indlandi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×