Flugleiðir kaupa Bláfugl 8. febrúar 2005 00:01 Flugleiðir hafa gert samning um kaup á fraktflugfélaginu Bláfugli og flutningsmiðlunarfyrirtækinu Flugflutningum ehf.. Í frétt frá Flugleiðum segir að þetta sé liður í markaðri stefnu fyrirtækisins að vaxa á alþjóðlegum fraktflutningamarkaði þar sem langmestur hluti af starfsemi Bláfugls fer fram. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki samkeppnisyfirvalda. Kaupverð fyrirtækjanna nemur samtals 3,8 milljörðum króna auk þess sem Flugleiðir yfirtaka vaxtaberandi skuldir vegna fjármögnunar flugvéla fyrir um 1.400 milljónir króna. Kaupverðið er greitt með peningum og með eigin hlutabréfum í Flugleiðum fyrir 1.350 milljónir króna. Félögin hafa vaxið hratt að undanförnu, eða um 37% á ári síðastliðin tvö ár, og skilað góðri arðsemi. Heildarumsvif Flugleiðasamstæðunnar í fraktflutningum eftir þessi kaup verða rúmlega 7 milljarðar króna á ári. „Þessi kaup eru í samræmi við þá stefnu félagsins sem kynnt var á síðasta ári að leggja aukna áherslu á útrás og efla starfsemina í frakt- og leiguflugi á alþjóðamarkaði,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. „Bláfugl er vel rekið og áhugavert fyrirtæki og kaupin á því færa starfsemi Flugleiða inn á nýjan og spennandi vettvang. Bæði fyrirtækin hafa vaxið hratt undanfarin misseri og við búumst við því að vöxturinn verði áfram hraður en auk þess sjáum við talsverð samlegðaráhrif í flugrekstrinum sem reiknað er með að fari að gæta strax á þessu ári,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. Þórarinn Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Bláfugls, segir mikilvægt fyrir reksturinn að fá þann sterka bakhjarl sem Flugleiðasamstæðan er. „Það er ekki vafi á því að saman eru þessi félög sterkari og stefnan er sett á áframhaldandi vöxt á alþjóðamarkaði.“ Fraktflugfélagið Bláfugl rekur nú fimm Boeing 737 fraktflugvélar og fer 80% starfseminnar fram erlendis. Ein Boeing 757 flugvél er væntanleg til félagsins á næstunni. Starfsmenn Bláfugls eru um 50, þar af um 30 flugmenn. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Flugleiðir hafa gert samning um kaup á fraktflugfélaginu Bláfugli og flutningsmiðlunarfyrirtækinu Flugflutningum ehf.. Í frétt frá Flugleiðum segir að þetta sé liður í markaðri stefnu fyrirtækisins að vaxa á alþjóðlegum fraktflutningamarkaði þar sem langmestur hluti af starfsemi Bláfugls fer fram. Kaupin eru gerð með fyrirvara um áreiðanleikakönnun og samþykki samkeppnisyfirvalda. Kaupverð fyrirtækjanna nemur samtals 3,8 milljörðum króna auk þess sem Flugleiðir yfirtaka vaxtaberandi skuldir vegna fjármögnunar flugvéla fyrir um 1.400 milljónir króna. Kaupverðið er greitt með peningum og með eigin hlutabréfum í Flugleiðum fyrir 1.350 milljónir króna. Félögin hafa vaxið hratt að undanförnu, eða um 37% á ári síðastliðin tvö ár, og skilað góðri arðsemi. Heildarumsvif Flugleiðasamstæðunnar í fraktflutningum eftir þessi kaup verða rúmlega 7 milljarðar króna á ári. „Þessi kaup eru í samræmi við þá stefnu félagsins sem kynnt var á síðasta ári að leggja aukna áherslu á útrás og efla starfsemina í frakt- og leiguflugi á alþjóðamarkaði,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. „Bláfugl er vel rekið og áhugavert fyrirtæki og kaupin á því færa starfsemi Flugleiða inn á nýjan og spennandi vettvang. Bæði fyrirtækin hafa vaxið hratt undanfarin misseri og við búumst við því að vöxturinn verði áfram hraður en auk þess sjáum við talsverð samlegðaráhrif í flugrekstrinum sem reiknað er með að fari að gæta strax á þessu ári,“ segir Hannes Smárason, stjórnarformaður Flugleiða. Þórarinn Kjartansson, framkvæmdastjóri og einn aðaleigandi Bláfugls, segir mikilvægt fyrir reksturinn að fá þann sterka bakhjarl sem Flugleiðasamstæðan er. „Það er ekki vafi á því að saman eru þessi félög sterkari og stefnan er sett á áframhaldandi vöxt á alþjóðamarkaði.“ Fraktflugfélagið Bláfugl rekur nú fimm Boeing 737 fraktflugvélar og fer 80% starfseminnar fram erlendis. Ein Boeing 757 flugvél er væntanleg til félagsins á næstunni. Starfsmenn Bláfugls eru um 50, þar af um 30 flugmenn.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira