Erlent

Vopnahlé í Miðausturlöndum

Leiðtogar Ísraels og Palestínu lýstu yfir vopnahléi eftir fund þeirra í Egyptalandi í dag en þjóðirnar hafa átt í blóðugri styrjöld síðastliðin fjögur ár. Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels, sagði að nú væri von á betri framtíð í Miðausturlöndum í fyrsta sinn í langan tíma og Mahmoud Abbas, forseti Palestínu, tók í sama streng. Ekki er þó alls kostar víst að þetta þýði að friður sé kominn á því enginn fulltrúi herskárra hryðjuverkasamtaka sem hlut hafa átt að máli í gegnum tíðina, t.a.m. Hamas-samtakanna, kom að yfirlýsingu þjóðarleiðtoganna í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×