Viðskipti innlent

Deilt um áhrif sterkari krónu

MYND/Vísir
Deilt er um hvort styrking krónunnar að undanförnu hafi haft áhrif á verðlag hér á landi. Greiningardeild Landsbankans telur að það taki að jafnaði þrjá mánuði fyrir gengisbreytingar að koma fram í verði innfluttra mat- og drykkjarvara. Þannig megi ætla að haldi krónan áfram að vera sterk fari það að hafa áhrif á verðbólguna. Greiningardeild KB banka telur hins vegar að sterkara gengi krónunnar hafi enn sem komið er ekki haft veruleg áhrif á verðlag. Verðbólgan er nú komin yfir efri mörk verðbólgumarkmiða Seðlabankans og er nú beðið eftir því að bankinn geri ríkisstjórninni opinberlega grein fyrir ástæðum þess og leiðum til úrbóta. Hækkun á markaðsverði húsnæðis hefur mikið að segja um hækkun verðbólgu.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×