Viðskipti innlent

Meðalinnstæðan 250 þúsund

Heildarfjöldi reikninga einstaklinga í viðskiptabönkum og sparisjóðum var 1,1 milljón og var meðalinnstæðan tæpar 250 þúsund krónur. Allt að 32 þúsund einstaklingar áttu 1,740 þúsund krónur eða meira inni á reikningum sínum en tæplega 581 þúsund einstaklingar 1,7 milljónir eða minna. Rétt er að taka fram að sami einstaklingurinn getur verið margtalinn, þ.e. hann getur átt marga reikninga. Þetta kom fram í svari iðnaðar- og viðskiptaráðherra við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur um tryggingavernd innstæðureikninga.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×