250 milljónir bíða eigenda 14. febrúar 2005 00:01 Nokkrir einstaklingar eiga samtals 250 milljónir króna hjá Íbúðalánasjóði í óinnleystum húsbréfum. Um er að ræða húsbréf sem búið er að draga út en eigendur hafa ekki innleyst, að sögn Halls Magnússonar sviðsstjóra hjá sjóðnum. "Þetta er töluverð fjárhæð en var þó miklu hærri áður en við fórum í skuldabréfaskiptin í tengslum við breytingar á skuldabréfaútgáfu sjóðsins 1. júlí," sagði hann. "Þá voru þessar ósóttu fjárhæðir samtals 800 milljónir króna." Hallur sagði að á ofangreindum tímapunkti hefði húsbréfakerfið verið lagt niður og tekin upp bein peningalán í staðinn. Þá var boðið upp á að fólk gæti skipt á húsbréfum í ákveðnum flokkum yfir í hin nýju íbúðabréf. Þá hefðu margir skoðað bréfin sín með skipti í huga og séð að þeir áttu peninga hjá sjóðnum sem þeir höfðu ekki innleyst. Spurður hvort 250 milljónirnar væru í ávöxtun hjá sjóðnum sagði Hallur svo ekki vera. "Innlausnarverð húsbréfa ber hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Þess vegna auglýsir Íbúðalánasjóður reglulega númer útdreginna bréfa að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir innlausnardag ef um húsbréfaflokka er að ræða sem eingöngu eru í pappírsformi. Einnig eru auglýst reglulega númer áður útdreginna óinnleystra bréfa. Þá eru allar upplýsingar að finna á vef sjóðsins, ils.is. Loks hefur Íbúðalánasjóður hvatt eigendur húsbréfa til að setja þau í innheimtu hjá fjármálafyrirtækjum, sem fylgjast reglulega með útdrætti húsbréfa." Hallur sagði að síðasti flokkurinn og síðasta bréfið yrði væntanlega dregið árið 2041. Síðustu húsbréfaflokkarnir hefðu verið alfarið rafrænir, sem þýddi að tenging væri við bankareikning viðkomandi eiganda. Ef nú væri dregið úr húsbréfaflokkum 2001, að stærstum hluta 1998 og að hluta 1996, sem búið væri að rafvæða, þá rynnu fjármunirnir beint inn á skilgreindan reikning eiganda. Þannig myndi þessi uppsöfnun óinnleystra húsbréfa brátt heyra sögunni til. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Nokkrir einstaklingar eiga samtals 250 milljónir króna hjá Íbúðalánasjóði í óinnleystum húsbréfum. Um er að ræða húsbréf sem búið er að draga út en eigendur hafa ekki innleyst, að sögn Halls Magnússonar sviðsstjóra hjá sjóðnum. "Þetta er töluverð fjárhæð en var þó miklu hærri áður en við fórum í skuldabréfaskiptin í tengslum við breytingar á skuldabréfaútgáfu sjóðsins 1. júlí," sagði hann. "Þá voru þessar ósóttu fjárhæðir samtals 800 milljónir króna." Hallur sagði að á ofangreindum tímapunkti hefði húsbréfakerfið verið lagt niður og tekin upp bein peningalán í staðinn. Þá var boðið upp á að fólk gæti skipt á húsbréfum í ákveðnum flokkum yfir í hin nýju íbúðabréf. Þá hefðu margir skoðað bréfin sín með skipti í huga og séð að þeir áttu peninga hjá sjóðnum sem þeir höfðu ekki innleyst. Spurður hvort 250 milljónirnar væru í ávöxtun hjá sjóðnum sagði Hallur svo ekki vera. "Innlausnarverð húsbréfa ber hvorki vexti né verðbætur frá innlausnardegi. Þess vegna auglýsir Íbúðalánasjóður reglulega númer útdreginna bréfa að minnsta kosti 2 mánuðum fyrir innlausnardag ef um húsbréfaflokka er að ræða sem eingöngu eru í pappírsformi. Einnig eru auglýst reglulega númer áður útdreginna óinnleystra bréfa. Þá eru allar upplýsingar að finna á vef sjóðsins, ils.is. Loks hefur Íbúðalánasjóður hvatt eigendur húsbréfa til að setja þau í innheimtu hjá fjármálafyrirtækjum, sem fylgjast reglulega með útdrætti húsbréfa." Hallur sagði að síðasti flokkurinn og síðasta bréfið yrði væntanlega dregið árið 2041. Síðustu húsbréfaflokkarnir hefðu verið alfarið rafrænir, sem þýddi að tenging væri við bankareikning viðkomandi eiganda. Ef nú væri dregið úr húsbréfaflokkum 2001, að stærstum hluta 1998 og að hluta 1996, sem búið væri að rafvæða, þá rynnu fjármunirnir beint inn á skilgreindan reikning eiganda. Þannig myndi þessi uppsöfnun óinnleystra húsbréfa brátt heyra sögunni til.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira