Heitasta árið framundan 15. febrúar 2005 00:01 Vísindamenn hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA, telja líklegt að árið 2005 verði það heitasta á jörðinni hingað til og draga fram margvísleg rök fyrir máli sínu. Segja þeir kjöraðstæður í náttúrunni til þess arna, annars vegar er veikur El Nino í Kyrrahafinu og í þokkabót við síaukin gróðurhúsaáhrif er það ávísun á heitt, ef ekki heitasta árið hingað til. Mengun af mannanna völdum veldur síauknum áhrifum á náttúru- og veðurfar alls staðar á jarðarkringlunni og telja vísindamennirnir að sú hækkun sem orðið hefur á meðalhitastigi í heiminum síðustu áratugi megi að stórum hluta rekja til mengunar á borð við útblástur bifreiða og mengunar frá iðnaði hvers konar. Til sanns vegar má færa að merkileg veðurfræðileg fyrirbæri eiga sér mun oftar stað nú en áður og þarf vart annað en að skoða fjölmiðla til að fá heim sanninn um það. Svo nokkur dæmi séu tekin furða heimamenn á Kanaríeyjum sig yfir miklum rigningum og kuldaköstum sem gengið hafa þar yfir um hríð. Þurrkar hafa gert lífið erfitt fyrir íbúa Kenía en hin síðari ár hefur orðið vart við tengsl milli El Nino hitastraumsins í Kyrrahafinu og slæmum þurrkum í stórum hluta Afríku. Í þversögn við Afríku hefur sjaldan mælst jafn mikil úrkoma í Pakistan og reyndist hún svo mikil að tvær nýjar stíflur í landinu gáfu sig innan við tveimur árum eftir að þær voru byggðar. Mælingar á meðalhitastigi á landi og á sjó á síðasta ári leiða í ljós að meðalhiti var 0,48 gráðum hærri 2004 en hann var á tímabilinu 1950 til 1980 og þykir slíkt gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma. Þeir íslensku veðurfræðingar sem rætt var við vegna málsins vildu lítið segja en bentu á að vísindamenn NASA og reyndar veðurstofnanir víða nota afar háþróuð veðurlíkön í spár sem þessar og því væri ekki hægt að virða slíkt að vettugi. Erlent Fréttir Veður Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira
Vísindamenn hjá bandarísku geimvísindastofnuninni, NASA, telja líklegt að árið 2005 verði það heitasta á jörðinni hingað til og draga fram margvísleg rök fyrir máli sínu. Segja þeir kjöraðstæður í náttúrunni til þess arna, annars vegar er veikur El Nino í Kyrrahafinu og í þokkabót við síaukin gróðurhúsaáhrif er það ávísun á heitt, ef ekki heitasta árið hingað til. Mengun af mannanna völdum veldur síauknum áhrifum á náttúru- og veðurfar alls staðar á jarðarkringlunni og telja vísindamennirnir að sú hækkun sem orðið hefur á meðalhitastigi í heiminum síðustu áratugi megi að stórum hluta rekja til mengunar á borð við útblástur bifreiða og mengunar frá iðnaði hvers konar. Til sanns vegar má færa að merkileg veðurfræðileg fyrirbæri eiga sér mun oftar stað nú en áður og þarf vart annað en að skoða fjölmiðla til að fá heim sanninn um það. Svo nokkur dæmi séu tekin furða heimamenn á Kanaríeyjum sig yfir miklum rigningum og kuldaköstum sem gengið hafa þar yfir um hríð. Þurrkar hafa gert lífið erfitt fyrir íbúa Kenía en hin síðari ár hefur orðið vart við tengsl milli El Nino hitastraumsins í Kyrrahafinu og slæmum þurrkum í stórum hluta Afríku. Í þversögn við Afríku hefur sjaldan mælst jafn mikil úrkoma í Pakistan og reyndist hún svo mikil að tvær nýjar stíflur í landinu gáfu sig innan við tveimur árum eftir að þær voru byggðar. Mælingar á meðalhitastigi á landi og á sjó á síðasta ári leiða í ljós að meðalhiti var 0,48 gráðum hærri 2004 en hann var á tímabilinu 1950 til 1980 og þykir slíkt gríðarleg hækkun á ekki lengri tíma. Þeir íslensku veðurfræðingar sem rætt var við vegna málsins vildu lítið segja en bentu á að vísindamenn NASA og reyndar veðurstofnanir víða nota afar háþróuð veðurlíkön í spár sem þessar og því væri ekki hægt að virða slíkt að vettugi.
Erlent Fréttir Veður Mest lesið Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Erlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Fleiri fréttir Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Sjá meira