Viðskipti innlent

Krónan í fjórða sæti

Íslenska krónan er í fjórða sæti yfir þá gjaldmiðla heimsins sem mest hafa hækkað gagnvart dollarnum undanfarið ár. Frá þessu er greint í nýjasta tímariti Economist. Þar kemur fram að einungis gjaldmiðlar Póllands, Kólumbíu og Suður-Kóreu hafa hækkað meira en krónan gagnvart dollarnum síðan í ársbyrjun í fyrra. Hækkun krónunnar gagnvart dollar undanfarið ár er ríflega 12% en til samanburðar hækkaði Evran aðeins um 2% og japanska jenið um 0,3 gagnvart dollar.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×