Landsvirkjun verður hlutafélag 17. febrúar 2005 00:01 Ríkið kaupir Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ út úr Landsvirkjun um næstu áramót með yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, ef samningar nást um verð, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag. Orkufyrirtæki ríkisins verða um leið sameinuð í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Landsvirkjun á helstu stórvirkjanir landsins og er um leið stærsti aðilinn sem nýtir orkulindir þjóðarinnar. Nú eru framundan mestu breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir fjörutíu árum. Fullrúar eigenda Landsvirkjunar undirrituðu viljayfirlýsinguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjögurra manna samninganefnd aðila nái samkomulagi fyrir 30. september um hvað ríkið greiði fyrir 44,5 prósenta hlut Reykjavíkurborgar og 5,5 prósenta hlut Akureyrar í Landsvirkjun. Þegar liggur fyrir að andvirðið verður greitt á löngum tíma og mun renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaganna. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði þetta mikil tímamót á raforkumarkaði. Hún sagði að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækjanna væri ekki heppileg af þeirri ástæðu að allir eigendur Landsvirkjunar ættu jafnframt önnur raforkufyrirtæki. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði löngu tímabært að leiðir skilji með núverandi eigendum Landsvirkjunar. Það væri í takt við tímann að fá skýrari línur milli aðila á þessum markaði. Því fer þó fjarri að málið sé í höfn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri benti á að aðeins væri um viljayfirlýsingu að ræða og því ekkert í hendi varðandi verð. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvort menn nái saman á endanum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, sagði að bæjarstjórnin hefði verið mjög áfram um að taka þetta skref í ljósi þeirra breytinga sem ákveðnar hafa verið á raforkumarkaðnum. Fulltrúar ríkisins lýstu því jafnframt yfir í dag að ráðgert væri að sameina Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða um næstu áramót. Ennfremur að gert sé ráð fyrir að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag, þó eigi fyrr en á árinu 2008. Með hlutafélagavæðingu séu sköpuð skilyrði fyrir aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu. Aðspurður segir fjármálaráðherra of snemmt að spá í það núna hvort ríkið stefni að því að selja allt hið sameinaða orkufyrirtæki í kjölfarið. Hann telur þó eðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu fjárfestar í svona fyrirtæki því þeir séu að leita sér að langtímafjárfestingum sem sé eðli raforkufyrirtækja. Kaupverðið mun liggja fyrir fyrir septemberlok. Líklegt má telja að sú tala liggi í kringum 20 milljarða króna. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Ríkið kaupir Reykjavíkurborg og Akureyrarbæ út úr Landsvirkjun um næstu áramót með yfirtöku lífeyrisskuldbindinga, ef samningar nást um verð, samkvæmt viljayfirlýsingu sem undirrituð var í dag. Orkufyrirtæki ríkisins verða um leið sameinuð í einn orkurisa sem ætlunin er að breyta í hlutafélag eftir þrjú ár og bjóða nýjum fjárfestum að koma inn í. Landsvirkjun á helstu stórvirkjanir landsins og er um leið stærsti aðilinn sem nýtir orkulindir þjóðarinnar. Nú eru framundan mestu breytingar á eignarhaldi fyrirtækisins frá því það var stofnað fyrir fjörutíu árum. Fullrúar eigenda Landsvirkjunar undirrituðu viljayfirlýsinguna í Þjóðmenningarhúsinu í dag. Samkvæmt henni er gert ráð fyrir að fjögurra manna samninganefnd aðila nái samkomulagi fyrir 30. september um hvað ríkið greiði fyrir 44,5 prósenta hlut Reykjavíkurborgar og 5,5 prósenta hlut Akureyrar í Landsvirkjun. Þegar liggur fyrir að andvirðið verður greitt á löngum tíma og mun renna beint til að mæta lífeyrisskuldbindingum sveitarfélaganna. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra sagði þetta mikil tímamót á raforkumarkaði. Hún sagði að núverandi eigendasamsetning raforkufyrirtækjanna væri ekki heppileg af þeirri ástæðu að allir eigendur Landsvirkjunar ættu jafnframt önnur raforkufyrirtæki. Geir H. Haarde fjármálaráðherra sagði löngu tímabært að leiðir skilji með núverandi eigendum Landsvirkjunar. Það væri í takt við tímann að fá skýrari línur milli aðila á þessum markaði. Því fer þó fjarri að málið sé í höfn. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri benti á að aðeins væri um viljayfirlýsingu að ræða og því ekkert í hendi varðandi verð. Það eigi enn eftir að koma í ljós hvort menn nái saman á endanum. Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri Akureyrar, sagði að bæjarstjórnin hefði verið mjög áfram um að taka þetta skref í ljósi þeirra breytinga sem ákveðnar hafa verið á raforkumarkaðnum. Fulltrúar ríkisins lýstu því jafnframt yfir í dag að ráðgert væri að sameina Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins og Orkubú Vestfjarða um næstu áramót. Ennfremur að gert sé ráð fyrir að sameinuðu fyrirtæki verði breytt í hlutafélag, þó eigi fyrr en á árinu 2008. Með hlutafélagavæðingu séu sköpuð skilyrði fyrir aðkomu nýrra fjárfesta að fyrirtækinu. Aðspurður segir fjármálaráðherra of snemmt að spá í það núna hvort ríkið stefni að því að selja allt hið sameinaða orkufyrirtæki í kjölfarið. Hann telur þó eðlilegt að lífeyrissjóðirnir séu fjárfestar í svona fyrirtæki því þeir séu að leita sér að langtímafjárfestingum sem sé eðli raforkufyrirtækja. Kaupverðið mun liggja fyrir fyrir septemberlok. Líklegt má telja að sú tala liggi í kringum 20 milljarða króna.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira