Viðskipti innlent

Hlutfall vanskila lækkar

Hlutfall vanskila af útlánum hjá innlánsstofnunum hefur lækkað úr 2,4 prósentum í lok þriðja ársfjórðungs ársins 2004 í 1,6 prósent í lok ársins. Í lok ársins á undan var hlutfallið 3,1 prósent. Þetta kemur fram í tölum sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið saman um vanskil útlána miðað við árslok 2004 og samanburð við næstu ársfjórðunga á undan. Samkvæmt þeim hefur vanskilahlutfallið ekki verið lægra á síðustu fjórum árum. Vanskilahlutfall fyrirtækja lækkaði úr 1,9 prósenti í lok þriðja ársfjórðungs síðasta árs í tæplega 1,3 prósent í árslok. Í lok ársins 2003 var hlutfallið 2,5 prósent. Vanskilahlutfall einstaklinga lækkaði úr 4,4 prósentum í 2,6 prósent á þriggja mánaða tímabili í fyrra en var 5,5 af hundraði á sama tíma ársins á undan.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×