Stórleikir í Meistaradeildinni 22. febrúar 2005 00:01 16 liða úrslit í Meistaradeildinni í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum en allir leikirnir eru sannkallaðir stórleikir. Þrír leikir verða sýndir á Sýn og Sýn 2. Á Ólympíuleikvanginum í Munchen mætast heimamenn í Bayern og Arsenal. Michael Ballack, besti maður Bayern Munchen, á við meiðsli að stríða og verður að öllum líkindum ekki með í kvöld en hann fór ekki í gegnum læknisskoðun í gær. Owen Hargraves, enski landsliðsmaðurinn, tekur stöðu hans á miðjunni. Sol Campbell verður fjarri góðu gamni í liði Arsenal vegna meiðsla og þá er óvíst hvort Ashley Cole geti leikið en hann er einnig meiddur. Dennis Bergkamp verður heldur ekki með Arsenal en hann stígur sem kunnugt er ekki upp í flugvél vegna flughræðslu. Jens Lehman stendur í markinu og hann mætir landa sínum Oliver Khan en þeir félagar hafa ekki þótt sérlegir vinir síðustu ár. Bein útsending á Sýn hefst klukkan 19.30. Á sama tíma á Sýn 2 verður sýndur leikur Real Madrid og Juventus en þessi lið léku til úrslita í Meistaradeildinni árið 1998. Liðin mættust einnig í undanúrslitum árið 2003 og þá hafði Juventus sigur og tryggði sér sæti í ítölskum úrslitaleik á Old Trafford í Manchester. Þar beið Juventus lægri hlut fyrir AC Milan í úrslitum. Real Madrid tapaði um helgina í spænsku úrvalsdeildinni fyrir „Bilbæingum“ og Juventus gerði markalaust jafntefli við Messina. Pavel Nedved, sem hefur verið frá vegna meiðsla í liði Juventus, verður með en David Trezeguet er frá vegna meiðsla. Síðari leikurinn á Sýn í kvöld er viðureign Liverpool og Bayern Leverkusen. Harry Kewell verður með Liverpool en hann ku hafa náð sér af hásinarmeiðslum. Þeir verða hins vegar fjarri góðu gamni, Djibril Cisse og Florent Sinama Pongolle, vegna meiðsla og þá hefur Fernando Morientes ekki leikheimild þar sem hann lék fyrr í vetur með Real Madrid í keppninni. Liverpool verður einnig án fyrirliðans Stevens Gerrards sem er í leikbanni og þá getur liðið heldur ekki teflt fram Mauricio Pellegrino sem lék með Valencia í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Varnarmaðurinn sterki, Jens Novotny, er frá vegna meiðsla í liði Leverkusen og þá er Marko Babic, miðjumaðurinn sterki, einnig meiddur. Fjórði leikurinn í 16 liða úrslitunum í kvöld verður viðureign PSV Eindhoven og Monaco. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Sjá meira
16 liða úrslit í Meistaradeildinni í knattspyrnu hefjast í kvöld með fjórum leikjum en allir leikirnir eru sannkallaðir stórleikir. Þrír leikir verða sýndir á Sýn og Sýn 2. Á Ólympíuleikvanginum í Munchen mætast heimamenn í Bayern og Arsenal. Michael Ballack, besti maður Bayern Munchen, á við meiðsli að stríða og verður að öllum líkindum ekki með í kvöld en hann fór ekki í gegnum læknisskoðun í gær. Owen Hargraves, enski landsliðsmaðurinn, tekur stöðu hans á miðjunni. Sol Campbell verður fjarri góðu gamni í liði Arsenal vegna meiðsla og þá er óvíst hvort Ashley Cole geti leikið en hann er einnig meiddur. Dennis Bergkamp verður heldur ekki með Arsenal en hann stígur sem kunnugt er ekki upp í flugvél vegna flughræðslu. Jens Lehman stendur í markinu og hann mætir landa sínum Oliver Khan en þeir félagar hafa ekki þótt sérlegir vinir síðustu ár. Bein útsending á Sýn hefst klukkan 19.30. Á sama tíma á Sýn 2 verður sýndur leikur Real Madrid og Juventus en þessi lið léku til úrslita í Meistaradeildinni árið 1998. Liðin mættust einnig í undanúrslitum árið 2003 og þá hafði Juventus sigur og tryggði sér sæti í ítölskum úrslitaleik á Old Trafford í Manchester. Þar beið Juventus lægri hlut fyrir AC Milan í úrslitum. Real Madrid tapaði um helgina í spænsku úrvalsdeildinni fyrir „Bilbæingum“ og Juventus gerði markalaust jafntefli við Messina. Pavel Nedved, sem hefur verið frá vegna meiðsla í liði Juventus, verður með en David Trezeguet er frá vegna meiðsla. Síðari leikurinn á Sýn í kvöld er viðureign Liverpool og Bayern Leverkusen. Harry Kewell verður með Liverpool en hann ku hafa náð sér af hásinarmeiðslum. Þeir verða hins vegar fjarri góðu gamni, Djibril Cisse og Florent Sinama Pongolle, vegna meiðsla og þá hefur Fernando Morientes ekki leikheimild þar sem hann lék fyrr í vetur með Real Madrid í keppninni. Liverpool verður einnig án fyrirliðans Stevens Gerrards sem er í leikbanni og þá getur liðið heldur ekki teflt fram Mauricio Pellegrino sem lék með Valencia í Meistaradeildinni fyrr í vetur. Varnarmaðurinn sterki, Jens Novotny, er frá vegna meiðsla í liði Leverkusen og þá er Marko Babic, miðjumaðurinn sterki, einnig meiddur. Fjórði leikurinn í 16 liða úrslitunum í kvöld verður viðureign PSV Eindhoven og Monaco.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Sjá meira