Viðskipti innlent

Bréf Actavis lækkuðu um 9%

Gengi bréfa í lyfjafyrirtækinu Actavis hefur lækkað um tæp 9% í Kauphöllinni í dag eftir að fyrirtækið kynnti ársuppgjör fyrir árið 2004. Niðurstöðurnar voru undir væntingum og ollu því vonbrigðum. Greiningardeild KB banka mælir með því að fjárfestar selji bréf sín í félaginu og í dreifðum eignasöfnum sem taka mið af íslenska hlutabréfamarkaðinum mælir deildin með undirvogun á bréfum félagsins. Sérfræðingar greiningar Landsbankans taka í sama streng. Alls lækkaði gengi þrettán af fimmtán félögum í Úrvalsvísitölunni.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×