Eiður hefur litlar áhyggjur 22. febrúar 2005 00:01 Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Chelsea, gefur lítið fyrir þær kenningar að tímabilið hjá Chelsea sé á hraðri leið til glötunar. Möguleikar Chelsea á því að vinna fjórfalt þetta tímabilið fóru fyrir lítið þegar liðið tapaði fyrir Newcastle í enska bikarnum um helgina. Leikurinn var liðinu einnig dýrkeyptur að því leytinu að William Gallas og Damien Duff urðu fyrir smávægilegum meiðslum sem geta komið í veg fyrir að þeir verði með í dag gegn Barcelona auk þess sem Wayne Bridge verður væntanlega frá það sem eftir lifir tímabils vegan fótbrots. Eiður Smári sagði í viðtali við enska blaðið Daily Star að hann hefði fulla trú á því að hann og félagar hans myndu rísa upp eftir vonbrigðin um helgina. "Heimurinn hrynur ekki við eitt tap. Við megum ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um það sem gerðist gegn Newcastle. Það er mikilvæg vika framundan og við verðum að halda áfram. Það er nóg eftir af tímabilinu og ég get staðfest að það hvílir ekkert myrkur yfir búningsklefanum hjá okkur," sagði Eiður Smári. Hann varði einnig þá ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að skipta inn á þremur leikmönnum, Frank Lampard, Eiði sjálfum og Damien Duff, í hálfleik gegn Newcastle en meiðsli Wayne Bridge urðu til þess að liðið varð að spila einum manni færra nánast allan síðari hálfleikinn. "Stjórinn tók áhættu í hálfleik og það gera menn í fótbolta. Stundum borgar það sig og stundum ekki. Þetta var bara eitt tap og núna horfum við fram á veginn til stærri verkefna. Við höfum aldrei talað um það sem hópur að vinna alla fjóra titlana en við vildum sjá hversu langt við gátum komist. Núna eru þrír titlar eftir og auðvitað viljum við vinna þá alla." Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á u20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen, framherji Chelsea, gefur lítið fyrir þær kenningar að tímabilið hjá Chelsea sé á hraðri leið til glötunar. Möguleikar Chelsea á því að vinna fjórfalt þetta tímabilið fóru fyrir lítið þegar liðið tapaði fyrir Newcastle í enska bikarnum um helgina. Leikurinn var liðinu einnig dýrkeyptur að því leytinu að William Gallas og Damien Duff urðu fyrir smávægilegum meiðslum sem geta komið í veg fyrir að þeir verði með í dag gegn Barcelona auk þess sem Wayne Bridge verður væntanlega frá það sem eftir lifir tímabils vegan fótbrots. Eiður Smári sagði í viðtali við enska blaðið Daily Star að hann hefði fulla trú á því að hann og félagar hans myndu rísa upp eftir vonbrigðin um helgina. "Heimurinn hrynur ekki við eitt tap. Við megum ekki eyða of miklum tíma í að hugsa um það sem gerðist gegn Newcastle. Það er mikilvæg vika framundan og við verðum að halda áfram. Það er nóg eftir af tímabilinu og ég get staðfest að það hvílir ekkert myrkur yfir búningsklefanum hjá okkur," sagði Eiður Smári. Hann varði einnig þá ákvörðun Jose Mourinho, knattspyrnustjóra Chelsea, að skipta inn á þremur leikmönnum, Frank Lampard, Eiði sjálfum og Damien Duff, í hálfleik gegn Newcastle en meiðsli Wayne Bridge urðu til þess að liðið varð að spila einum manni færra nánast allan síðari hálfleikinn. "Stjórinn tók áhættu í hálfleik og það gera menn í fótbolta. Stundum borgar það sig og stundum ekki. Þetta var bara eitt tap og núna horfum við fram á veginn til stærri verkefna. Við höfum aldrei talað um það sem hópur að vinna alla fjóra titlana en við vildum sjá hversu langt við gátum komist. Núna eru þrír titlar eftir og auðvitað viljum við vinna þá alla."
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni Íslenski boltinn Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Enski boltinn Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Íslenski boltinn Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Fleiri fréttir Í beinni: FH - KA | Fallbaráttuslagur í Kaplakrika Endurkoman í þriðja leikhluta ekki nóg fyrir Ísland á u20 EuroBasket Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Lið Arons Einars fær liðsstyrk úr ensku úrvalsdeildinni Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Messi slær enn eitt metið Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Konate gæti farið frítt frá Liverpool Elías Már skrifar undir hjá kínversku liði Hákon skoraði tvö í vináttuleik Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Leik lokið: Pólland 3 - 2 Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Leik lokið: Svíþjóð 4 - 1 Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Sjá meira