Erlent

Hafna Frakkar stjórnarskránni?

Frakkar gætu tekið upp á því að hafna stjórnarskrá Evrópusambandsins vegna uppsagnar fjármáláráðherra Frakklands í gær. Þetta er að minnsta kosti mat stjórnmálaskýrenda þar í landi. Sú niðurstaða myndi hafa afar slæm áhrif á pólitíska stöðu Jaques Chirac, forseta Frakklands, og jafnvel gera það að verkum að hann næði ekki endurkjöri. Kosið verður um stjórnarskrána um mitt þetta ár. Fjármálaráðherra Frakklands, Herve Gaymard, sagði af sér í gær í kjölfar þess að upp komst að hann hafi búið í stærðarinnar lúxushúsi í miðborg Parísar á kostnað ríkisins. Ráðherrann staldraði ekki lengi við í franska fjármálaráðuneytinu því hann tók við embættinu í nóvember síðastliðnum.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×