Erlent

Stjórnandi Hong Kong segir af sér

Tung Chee-hwa, stjórnandi Hong Kong, hefur sagt af sér embætti. Tung var ákaflega óvinsæll stjórnandi og héldu íbúar Hong Kong hver mótmælin á fætur öðrum til að sýna andstöðu sína við stjórn hans. Afsögnin fylgir í kjölfar þess að Tung fékk ávítur frá Peking fyrir slælega stjórnunarhætti.  Opinber ástæða afsagnarinnar er þó hvorki frammistaðan né óvinsældirnar heldur er sagt að heilsu Tungs hafi hrakað og hann sé ekki lengur fær um að gegna embættinu til loka skipunartímans, út árið 2007. Diplómatar í Peking eru hissa á afsögninni og segja málið í raun jafngilda því að hæstráðendur í Kína viðurkenni að þeir hafi valið rangan mann til að stjórna málefnum Hong Kong eftir að Bretar afsöluðu sér nýlendunni árið 1997.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×