Segir Sri hafa hótað sér 4. mars 2005 00:01 Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Réttarhöldin hófust klukkan 11 í morgun, tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun vegna þess að ákæruvaldið gleymdi gera ráðstafanir til að flytja ákærða frá fangelsinu á Litla-Hrauni til Reykjavíkur. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar herma að Hákon hafi sjálfur vakið athygli fangavarða á því um klukkan 9 í morgun að hann ætti að vera í réttarsal og þá spurt hvort hann ætti að ná sér í leigubíl eða taka rútuna. Lögregluembættið á Selfossi sendi þá bíl eftir Hákoni og kom hann í hérðasdóm tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Hákon rakti samskipti sín og Sri Rahmawati frá því þau kynntust árið 2000 og þar til hann banaði henni í byrjun júlí í fyrra. Hann sagði að þau hefðu hafi sambúð árið 2001 og eignast dóttur árið 2002 en þá hafi þau slitið samvistum. Hákon sagði Sri hafa hótað sér að drepa fóstrið og stanslaust reynt að kúga út úr honum fé. Eftir fæðingu barnsins hafi Sri meinað honum allri umgengni við barnið og notað það áfram til að kúga út úr honum fé. Hann sagði hana ítrekað hafa kært sig fyrir ofbeldi en alltaf af tilefnislausu enda hefði hann aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt. Þá hefði fjölskylda Sri ítrekað hótað honum líkamsmeiðingum. Hákon sagði að þau Sri hefðu verið í sáttahug fyrstu helgina í júlí í fyrra. Sri hefði farið út að skemmta sér á laugardagskvöldi en á sunnudagsmorgni hefðu þau elskast og síðan hefði hann farið að ræða um barnið og frekari umgengni við það. Þá hefði Sri brjálast og hótað honum öllu illu. Hákon segir að þá hafi hann einfaldlega sturlast og ekki munað eftir sér fyrr en Sri lá blóðug á gólfinu með brotna höfuðkúpuog hann með kúbein í hendinni. Hann þvoði líkið, setti það í poka og ók um áður en hann fór út í Hafnarfjarðarhraun þar sem hann kom því fyrir í gjótu. Hákon segist alla tíð hafa vitað að upp um hann kæmist en ekki þorað að gefa sig fram. Hann segist iðrast gjörða sinna en segir kerfið hafa klikkað á öllum vígstöðvum, sýslumaður, ráðuneyti og barnaverndarnefnd, en hann hafi leitað aðstoðar þessara aðila í baráttu sinni fyrir að fá að umgangast barn sitt. Aðalmeðferð og frekari vitnaleiðslur í málinu halda áfram eftir hádegi. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira
Hákon Eydal segir Sri Rahmawati og fjölskyldu hennar hafa hótað sér og kúgað sig mánuðum saman áður en hann sturlaðist af bræði og banaði henni í fyrrasumar með kúbeini. Réttarhöld í málinu fara fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Réttarhöldin hófust klukkan 11 í morgun, tæpum tveimur klukkustundum á eftir áætlun vegna þess að ákæruvaldið gleymdi gera ráðstafanir til að flytja ákærða frá fangelsinu á Litla-Hrauni til Reykjavíkur. Heimildir fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar herma að Hákon hafi sjálfur vakið athygli fangavarða á því um klukkan 9 í morgun að hann ætti að vera í réttarsal og þá spurt hvort hann ætti að ná sér í leigubíl eða taka rútuna. Lögregluembættið á Selfossi sendi þá bíl eftir Hákoni og kom hann í hérðasdóm tveimur klukkustundum á eftir áætlun. Hákon rakti samskipti sín og Sri Rahmawati frá því þau kynntust árið 2000 og þar til hann banaði henni í byrjun júlí í fyrra. Hann sagði að þau hefðu hafi sambúð árið 2001 og eignast dóttur árið 2002 en þá hafi þau slitið samvistum. Hákon sagði Sri hafa hótað sér að drepa fóstrið og stanslaust reynt að kúga út úr honum fé. Eftir fæðingu barnsins hafi Sri meinað honum allri umgengni við barnið og notað það áfram til að kúga út úr honum fé. Hann sagði hana ítrekað hafa kært sig fyrir ofbeldi en alltaf af tilefnislausu enda hefði hann aldrei verið sakfelldur fyrir slíkt. Þá hefði fjölskylda Sri ítrekað hótað honum líkamsmeiðingum. Hákon sagði að þau Sri hefðu verið í sáttahug fyrstu helgina í júlí í fyrra. Sri hefði farið út að skemmta sér á laugardagskvöldi en á sunnudagsmorgni hefðu þau elskast og síðan hefði hann farið að ræða um barnið og frekari umgengni við það. Þá hefði Sri brjálast og hótað honum öllu illu. Hákon segir að þá hafi hann einfaldlega sturlast og ekki munað eftir sér fyrr en Sri lá blóðug á gólfinu með brotna höfuðkúpuog hann með kúbein í hendinni. Hann þvoði líkið, setti það í poka og ók um áður en hann fór út í Hafnarfjarðarhraun þar sem hann kom því fyrir í gjótu. Hákon segist alla tíð hafa vitað að upp um hann kæmist en ekki þorað að gefa sig fram. Hann segist iðrast gjörða sinna en segir kerfið hafa klikkað á öllum vígstöðvum, sýslumaður, ráðuneyti og barnaverndarnefnd, en hann hafi leitað aðstoðar þessara aðila í baráttu sinni fyrir að fá að umgangast barn sitt. Aðalmeðferð og frekari vitnaleiðslur í málinu halda áfram eftir hádegi.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Fleiri fréttir „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Sjá meira