Leituðu sannana fyrir skattsvikum 5. mars 2005 00:01 Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Tuttugu manns frá skattrannsóknarstjóra og tugur lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni sem er með þeim stærri sem embættið hefur ráðist í. Lagt var hald á bókhaldsgögnin og tölvubúnaðinn vegna staðfests gruns um skattsvik og kemur í kjölfar nýlegrar skýrslu sem leiddi í ljós að helstu skattsvikamál á landinu væri í formi svartrar starfsemi. Þau brot eru talin algengari í vínveitingageiranum en mörgum öðrum atvinnugreinum og eru þessar aðgerðir viðbrögð við því að sögn Skattrannsóknastjóra. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri sagði að aðgerðin hefði tekist vel; ekki komið til neinna átaka og í raun hefðu markmiðin með aðgerðinni náðst. Lagt var til atlögu á fimm staði samstundis til að koma í veg fyrir að menn gætu búið sig undir heimsókn þeirra. Ávallt voru tveir lögreglumenn með hverjum hópi sem gerðu húsleit til að koma í veg fyrir að skattrannsóknamenn yrðu hindraðir við störf sín. Skúli Eggert vildi ekki tjá sig um hvort húsleitirnar hefðu leitt til þess að vínveitingarstaðirnir hefðu verið staðnir að einhvers konar ólöglegri starfsemi tengda vændi eða fíkniefnum. Hann sagði þó að ef einhverjir vínveitingarstaðir hafi orðið uppvísir af slíku ætti það að vera komið í hendur lögreglunnar. Ekki vildi lögreglan í Reykjavík tjá sig um það hvort einhverjir eftirmálar hefðu komið til þeirra kasta eftir þessar aðgerðir. Aðgerðirnar tóku mikinn tíma og stóðu yfir frá klukkan átta á fimmtudagskvöldið og til fjögur um nóttina. Hafist var handa á ný um hádegi á föstudegi og ekki lokið við verkefnið fyrr en seinni partinn. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira
Starfsmenn Skattrannsóknastjóra lögðu hald á mikið magn bókhaldsgagna og tölvubúnað þegar þeir gerðu húsleit á fjölda vínveitingahúsa í Reykjavík á föstudags- og fimmtudagskvöld. Flest vínveitingahúsanna, en þó ekki öll, eru í miðbænum. Tuttugu manns frá skattrannsóknarstjóra og tugur lögreglumanna tóku þátt í aðgerðinni sem er með þeim stærri sem embættið hefur ráðist í. Lagt var hald á bókhaldsgögnin og tölvubúnaðinn vegna staðfests gruns um skattsvik og kemur í kjölfar nýlegrar skýrslu sem leiddi í ljós að helstu skattsvikamál á landinu væri í formi svartrar starfsemi. Þau brot eru talin algengari í vínveitingageiranum en mörgum öðrum atvinnugreinum og eru þessar aðgerðir viðbrögð við því að sögn Skattrannsóknastjóra. Skúli Eggert Þórðarson skattrannsóknastjóri sagði að aðgerðin hefði tekist vel; ekki komið til neinna átaka og í raun hefðu markmiðin með aðgerðinni náðst. Lagt var til atlögu á fimm staði samstundis til að koma í veg fyrir að menn gætu búið sig undir heimsókn þeirra. Ávallt voru tveir lögreglumenn með hverjum hópi sem gerðu húsleit til að koma í veg fyrir að skattrannsóknamenn yrðu hindraðir við störf sín. Skúli Eggert vildi ekki tjá sig um hvort húsleitirnar hefðu leitt til þess að vínveitingarstaðirnir hefðu verið staðnir að einhvers konar ólöglegri starfsemi tengda vændi eða fíkniefnum. Hann sagði þó að ef einhverjir vínveitingarstaðir hafi orðið uppvísir af slíku ætti það að vera komið í hendur lögreglunnar. Ekki vildi lögreglan í Reykjavík tjá sig um það hvort einhverjir eftirmálar hefðu komið til þeirra kasta eftir þessar aðgerðir. Aðgerðirnar tóku mikinn tíma og stóðu yfir frá klukkan átta á fimmtudagskvöldið og til fjögur um nóttina. Hafist var handa á ný um hádegi á föstudegi og ekki lokið við verkefnið fyrr en seinni partinn.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Skipar ekki nýjan vararíkissaksóknara Teppa vegna minniháttar umferðarslyss á Kringlumýrarbraut Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Skipar nefnd um jafnrétti karla Hvatti þingmenn til að halda ekki áfram að setja met í málþófi Bein útsending: Guðsþjónusta og setning Alþingis „Við munum reyna að bæta öll mál“ „Er þetta allt sem Ísland getur gert?“ Bókun 35 verði keyrð í gegnum þingið Ríkisstjórnin sýnir á spilin og Alþingi sett í dag Ekki útgangspunktur að beita ákvæðinu Mikill meirihluti hlynntur Hvammsvirkjun Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Boða 157 mál á 157. löggjafaþingi og hér er það helsta Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Gagnrýnir hæstu ríkisútgjöld sögunnar í fjárlagafrumvarpi Svona var kynning ríkisstjórnar á þingmálum vetrarins Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Sjá meira