Chelsea hefur harma að hefna 7. mars 2005 00:01 Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur enga trú á að það verði vandkvæðum bundið fyrir Barcelona að komast áfram. "Ég er viss um að Barcelona kemst í átta liða úrslitin, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn Chelsea. Liðið gerði okkur erfitt fyrir í fyrri leiknum en við áttum sigurinn skilið. Við erum með betra lið og ég er viss um að við skorum á Stamford Bridge," sagði Ronaldinho, sem telur Frank Lampard vera besta leikmann Chelsea-liðsins. "Hann var mjög góður í fyrri leiknum og algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Hann er mjög skapandi leikmaður sem ég er mjög hrifinn af," sagði Ronaldinho. Líklegt má telja að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea en Didier Drogba er í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum. Leikmenn Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir þurfa að leggja ítalska liðið AC Milan að velli á San Siro og það sem meira er þurfa þeir helst að skora tvö mörk. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, veit að verkefnið sem lærisveinar hans eiga fyrir höndum er erfitt. "Ég hef engar efasemdir um karakter minna manna, sem er mikill, en það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik - það er ekki oft sem AC Milan tapar á heimavelli," sagði Ferguson. Franska liðið Lyon er með bestu stöðuna af öllum liðunum sex sem spila í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn gegn Werder Bremen, 3-0, í Þýskalandi og því má segja að Þjóðverjarnir eigi erfitt verkefni fyrir höndum. Frank Baumann, fyrirliði Werder, sem var í banni í fyrri leiknum, sagði við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki trú á því að liðið kæmist áfram. "Ég held að þetta sé síðasti leikur okkur í Meistaradeildinni," sagði Baumann. Valérien Ismaël, hinn franski varnarmaður Bremen, er þó ekki jafn svartsýnn og Baumann og segir allt geta gerst ef Bremen nái að skora fyrsta markið. "Ég þekki franska hugarfarið og veit að ef við skorum snemma verða þeir stressaðir. Þá er allt opið," sagði Ismaël. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Sjá meira
Það er alveg ljóst að það verður stríðsástand á Stamford Bridge í kvöld þegar Chelsea tekur á móti Barcelona. Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur reitt alla leikmenn Barcelona til reiði með framkomu sinni eftir leikinn í Nou Camp fyrir tveimur vikum þegar hann neitaði að mæta á blaðamannafund eftir leikinn og ásakaði Frank Rijkaard, þjálfara Barcelona, um að hafa rætt einslega við Andreas Frisk, dómara leiksins, í háflleik. Chelsea tapaði leiknum 2-1 og skapaði sér litla virðingu hjá leikmönnum spænska liðsins, sem fannst leikur liðsins leiðinlegur. Brasilíski snillingurinn Ronaldinho hefur enga trú á að það verði vandkvæðum bundið fyrir Barcelona að komast áfram. "Ég er viss um að Barcelona kemst í átta liða úrslitin, sérstaklega eftir að hafa spilað gegn Chelsea. Liðið gerði okkur erfitt fyrir í fyrri leiknum en við áttum sigurinn skilið. Við erum með betra lið og ég er viss um að við skorum á Stamford Bridge," sagði Ronaldinho, sem telur Frank Lampard vera besta leikmann Chelsea-liðsins. "Hann var mjög góður í fyrri leiknum og algjör lykilmaður í sóknarleik liðsins. Hann er mjög skapandi leikmaður sem ég er mjög hrifinn af," sagði Ronaldinho. Líklegt má telja að Eiður Smári Guðjohnsen verði í byrjunarliði Chelsea en Didier Drogba er í banni eftir að hafa fengið að líta rauða spjaldið í fyrri leiknum. Leikmenn Manchester United eiga erfitt verkefni fyrir höndum en þeir þurfa að leggja ítalska liðið AC Milan að velli á San Siro og það sem meira er þurfa þeir helst að skora tvö mörk. Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, veit að verkefnið sem lærisveinar hans eiga fyrir höndum er erfitt. "Ég hef engar efasemdir um karakter minna manna, sem er mikill, en það er alveg ljóst að við þurfum að eiga toppleik - það er ekki oft sem AC Milan tapar á heimavelli," sagði Ferguson. Franska liðið Lyon er með bestu stöðuna af öllum liðunum sex sem spila í kvöld. Lyon vann fyrri leikinn gegn Werder Bremen, 3-0, í Þýskalandi og því má segja að Þjóðverjarnir eigi erfitt verkefni fyrir höndum. Frank Baumann, fyrirliði Werder, sem var í banni í fyrri leiknum, sagði við fjölmiðla í gær að hann hefði ekki trú á því að liðið kæmist áfram. "Ég held að þetta sé síðasti leikur okkur í Meistaradeildinni," sagði Baumann. Valérien Ismaël, hinn franski varnarmaður Bremen, er þó ekki jafn svartsýnn og Baumann og segir allt geta gerst ef Bremen nái að skora fyrsta markið. "Ég þekki franska hugarfarið og veit að ef við skorum snemma verða þeir stressaðir. Þá er allt opið," sagði Ismaël.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Mætti ekki í viðtöl eftir tap Sport Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Gagnrýnir lýsingu Einars Arnar: „Tuðandi nánast allan leikinn“ Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Fótbolti Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Dagskráin: Big Ben, Skiptiborð, Íslendingaslagur í Evrópu og Körfuboltakvöld Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Mætti ekki í viðtöl eftir tap Newcastle og Chelsea unnu bæði í Meistaradeildinni í kvöld Lewandowski skoraði fyrir bæði félög í Prag „Þetta er alltaf leikur sem þú munt vilja sjá“ Liverpool með flottan sigur í Frakklandi Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Uppgjörið: Njarðvík-Keflavík 88-77 | Danielle og Brittany fóru á kostum Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Tryggvi og félagar eru áfram með fullt hús í Evrópubikarnum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Abby með sigurkörfuna 0,8 sekúndum fyrir leikslok Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Sjálfsmark endaði sigurgönguna og dramatík í Aserbaísjan Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Íslensku landsliðskonurnar spila á heimavelli Nottingham Forest Frakkar munu að svo stöddu ekki sniðganga HM vegna Grænlands Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Áfall Njarðvíkur fyrir grannaslag kvöldsins Sjá meira