Er gott að vera Íslendingur? 8. mars 2005 00:01 Margt er okkur vel gefið Íslendingum. Við búum í gjöfulu landi, höfum óheftan aðgang að hreinu vatni, bæði heitu og köldu. Öndum að okkur hreinu lofti, veðurfar er vel ásættanlegt og þjóðin er almennt vel menntuð og hefur greiðan aðgang að öllum helstu lífsins þægindum. Það er svo önnur saga hvort og hvernig við kunnum að meta allar gjafirnar sem okkur eru gefnar og hvernig við förum með þær. Það er því væntanlega gott að vera Íslendingur. Vonandi er það raunin fyrir flesta. Það er samt ekki á það að treysta að það sé gott að vera gamall Íslendingur. Ítrekað fáum við fregnir af vanrækslu gamals fólks. Annað er ekki hægt að kalla það þegar aldraðir sjúklingar þurfa að vera upp á fjölskyldu sína komnir með umönnun og þjónustu. Enn síður þegar fólk getur legið beinbrotið árum saman án viðeigandi aðgerða. Vonandi er slíkt tilvik þó einsdæmi. Það er stór gjöf að þurfa ekki að vita hvað morgundagurinn færir okkur, að þurfa ekki að vita hvernig ellin sækir okkur heim. Flest viljum við þó væntanlega verða gömul. Við viljum eldast og njóta samvista við fjölskyldu og vini. En þá viljum við helst halda þokkalegri heilsu og vissulega getum við aukið líkurnar á því með heilbrigðu og heilsusamlegu líferni. Engin leið er þó fyrir nokkurt okkar að tryggja góða heilsu fram í síðbúið andlát. Allt getur gerst. Við höfum lagt á okkur ómælda vinnu til að byggja hér upp gott samfélag. Samfélag sem tryggir fólki vinnu, börnum skólagöngu og sjúkum aðhlynningu. Í flestum tilvikum uppfyllum við þetta allt saman með sóma og búum vel að þegnum þessa lands. En sú er þó ekki alltaf raunin og of mörg dæmi virðast sýna að aldraðir séu afgangsstærð. Öll getum við átt eftir að standa í þeim sporum að missa stjórn á lífi okkar vegna sjúkdóms og líkurnar aukast með hækkandi aldri. Sjálfsvirðingin er hverjum manni mikilvæg og kannski aldrei mikilvægari en þegar á móti bjátar. Margir aldraðir þurfa að láta þar í minni pokann þegar þeim er boðið, fársjúkum, jafnvel ekki með sjálfum sér, að dvelja langdvölum í tveggja til fjögurra manna herbergjum með bláókunnu fólki sem er jafnilla eða verr á sig komið. Það er lágmarks krafa að við fáum að takast á við slíka erfiðleika í einveru ef við óskum þess og fáum aðstoð við að halda sjálfsvirðingunni eins og unnt er. Það getur verið erfitt að takast á við sjúkdóma, hrörnandi líkama, minnkandi starfsgetu, skert minni og skerta einbeitingu. Flest eigum við eftir að glíma við það verkefni að eldast og það er í höndum þeirrar kynslóðar, sem nú rekur þetta samfélag og stjórnar því, að búa svo að öldruðum að þetta verkefni verði eins auðvelt og ánægjulegt og kostur er. Þá þarf að huga fyrst að óskum fólks og þörfum en síðan að kostnaði. Stundum virðist nefnilega fyrst hugað að sparnaðarleiðum en síðan leitað leiða til að mála sparnaðinn fögrum orðum og dulbúa hann sem bætta þjónustu og aukin lífsgæði. Slík er ekki alltaf raunin eins og dæmin sanna. Það fólk sem nú tilheyrir hinni svokölluðu eldri kynslóð á það inni hjá okkur sem yngri erum að við búum vel að því, hlustum á óskir þess og aðstoðum það síðasta hluta leiðarinnar. Þetta eru foreldrar okkar, afar og ömmur, sem komu okkur á legg, ólu önn fyrir okkur og skópu þetta samfélag sem við búum nú í. Ef vitneskjan um það dugir ekki til að kalla á bætta þjónustu við aldraða ættum við a.m.k. að geta bætt þjónustuna við aldraða út frá okkar eigin forsendum. Við færumst nefnilega sjálf nær þessari stöðu með hverjum deginum sem líður, hvort sem við erum nú tvítug eða fertug. Og þá viljum við örugglega ekki þurfa að deila herbergi með ókunnu fólki eða liggja einmana og án nauðsynlegrar aðhlynningar. Nú er það auðvitað ekki svo að allir veikist sem eldast, öðru nær, sem betur fer. Margir ná háum aldri frískir og kátir með óskerta eða lítt skerta starfsorku. Enn erum við þó að senda fólk út af vinnumarkaðnum fyrir þær sakir einar að hafa náð ákveðnu aldurstakmarki. Sumir vilja draga sig út af vinnumarkaðnum með fyrra fallinu, aðrir eins seint og kostur er. Er það ekki hluti af sjálfsvirðingunni að eiga slíkt val? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið Aðför að réttindum verkafólks Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Halldór 28.12.2024 Halldór Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun
Margt er okkur vel gefið Íslendingum. Við búum í gjöfulu landi, höfum óheftan aðgang að hreinu vatni, bæði heitu og köldu. Öndum að okkur hreinu lofti, veðurfar er vel ásættanlegt og þjóðin er almennt vel menntuð og hefur greiðan aðgang að öllum helstu lífsins þægindum. Það er svo önnur saga hvort og hvernig við kunnum að meta allar gjafirnar sem okkur eru gefnar og hvernig við förum með þær. Það er því væntanlega gott að vera Íslendingur. Vonandi er það raunin fyrir flesta. Það er samt ekki á það að treysta að það sé gott að vera gamall Íslendingur. Ítrekað fáum við fregnir af vanrækslu gamals fólks. Annað er ekki hægt að kalla það þegar aldraðir sjúklingar þurfa að vera upp á fjölskyldu sína komnir með umönnun og þjónustu. Enn síður þegar fólk getur legið beinbrotið árum saman án viðeigandi aðgerða. Vonandi er slíkt tilvik þó einsdæmi. Það er stór gjöf að þurfa ekki að vita hvað morgundagurinn færir okkur, að þurfa ekki að vita hvernig ellin sækir okkur heim. Flest viljum við þó væntanlega verða gömul. Við viljum eldast og njóta samvista við fjölskyldu og vini. En þá viljum við helst halda þokkalegri heilsu og vissulega getum við aukið líkurnar á því með heilbrigðu og heilsusamlegu líferni. Engin leið er þó fyrir nokkurt okkar að tryggja góða heilsu fram í síðbúið andlát. Allt getur gerst. Við höfum lagt á okkur ómælda vinnu til að byggja hér upp gott samfélag. Samfélag sem tryggir fólki vinnu, börnum skólagöngu og sjúkum aðhlynningu. Í flestum tilvikum uppfyllum við þetta allt saman með sóma og búum vel að þegnum þessa lands. En sú er þó ekki alltaf raunin og of mörg dæmi virðast sýna að aldraðir séu afgangsstærð. Öll getum við átt eftir að standa í þeim sporum að missa stjórn á lífi okkar vegna sjúkdóms og líkurnar aukast með hækkandi aldri. Sjálfsvirðingin er hverjum manni mikilvæg og kannski aldrei mikilvægari en þegar á móti bjátar. Margir aldraðir þurfa að láta þar í minni pokann þegar þeim er boðið, fársjúkum, jafnvel ekki með sjálfum sér, að dvelja langdvölum í tveggja til fjögurra manna herbergjum með bláókunnu fólki sem er jafnilla eða verr á sig komið. Það er lágmarks krafa að við fáum að takast á við slíka erfiðleika í einveru ef við óskum þess og fáum aðstoð við að halda sjálfsvirðingunni eins og unnt er. Það getur verið erfitt að takast á við sjúkdóma, hrörnandi líkama, minnkandi starfsgetu, skert minni og skerta einbeitingu. Flest eigum við eftir að glíma við það verkefni að eldast og það er í höndum þeirrar kynslóðar, sem nú rekur þetta samfélag og stjórnar því, að búa svo að öldruðum að þetta verkefni verði eins auðvelt og ánægjulegt og kostur er. Þá þarf að huga fyrst að óskum fólks og þörfum en síðan að kostnaði. Stundum virðist nefnilega fyrst hugað að sparnaðarleiðum en síðan leitað leiða til að mála sparnaðinn fögrum orðum og dulbúa hann sem bætta þjónustu og aukin lífsgæði. Slík er ekki alltaf raunin eins og dæmin sanna. Það fólk sem nú tilheyrir hinni svokölluðu eldri kynslóð á það inni hjá okkur sem yngri erum að við búum vel að því, hlustum á óskir þess og aðstoðum það síðasta hluta leiðarinnar. Þetta eru foreldrar okkar, afar og ömmur, sem komu okkur á legg, ólu önn fyrir okkur og skópu þetta samfélag sem við búum nú í. Ef vitneskjan um það dugir ekki til að kalla á bætta þjónustu við aldraða ættum við a.m.k. að geta bætt þjónustuna við aldraða út frá okkar eigin forsendum. Við færumst nefnilega sjálf nær þessari stöðu með hverjum deginum sem líður, hvort sem við erum nú tvítug eða fertug. Og þá viljum við örugglega ekki þurfa að deila herbergi með ókunnu fólki eða liggja einmana og án nauðsynlegrar aðhlynningar. Nú er það auðvitað ekki svo að allir veikist sem eldast, öðru nær, sem betur fer. Margir ná háum aldri frískir og kátir með óskerta eða lítt skerta starfsorku. Enn erum við þó að senda fólk út af vinnumarkaðnum fyrir þær sakir einar að hafa náð ákveðnu aldurstakmarki. Sumir vilja draga sig út af vinnumarkaðnum með fyrra fallinu, aðrir eins seint og kostur er. Er það ekki hluti af sjálfsvirðingunni að eiga slíkt val?
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun