Enginn er annars bróðir í leik Hafliði Helgason skrifar 8. mars 2005 00:01 Viðskipti eru í grunninn mannleg samskipti. Við þessi mannlegu samskipti bætast svo ríkir hagsmunir sem valda þeirri hættu að menn láti lönd og leið dyggðir mannlegra samskipta. Töluvert hefur verið um átök í íslensku viðskiptalífi síðustu misserin. Þar tapa menn og sigra á víxl eins og gengur. Oft vill brenna við að sá sem tapar telur sig hafa verið svikinn og rangt hafi verið leikið í keppninni. Nýasta dæmið um baráttu á markaði er þegar félag í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans eignaðist hlut í Keri sem á Samskip, Olíufélagið og hlut í KB banka. Sjóvík seldi þessu félagi hlut sinn í Keri, en ráðandi hluthafar í Keri þeir Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson töldu sig hafa átt forkaupsrétt að bréfunum samkvæmt munnlegu samkomulagi sem ekki hafði verið gengið frá á pappír. Í siðferðilegu tilliti skiptir engu máli hvort fyrir liggja munnleg eða skrifleg loforð. Loforð er loforð og við það ber að standa. Málavextir í þessu tiltekna máli eru óljósir og sinn hvor skilningur var á því hvort eitthvert hluthafasamkomulag hafi verið í gildi. Bréfin voru seld dýru verði og við þessa óvissu bætist að ekki er víst að menn hefðu kært sig um að nýta forkaupsréttinn á því verði sem var í boði. Orðspor manna er dýrmætt og ekki síst í viðskiptum. Í litlu samfélagi loka menn fljótt öllum dyrum ef þeir hafa rangt við. Niðurstaðan verður því sú að menn eiga helst ekki viðskipti við slíka. Viðskiptalífið er hins vegar harður heimur og hver og einn er þar á sínum forsendum. Menn gera bandalög í samræmi við hagsmuni sína og slík bandalög slitna þegar hagsmunirnir fara ekki lengur saman. Eignarrétturinn er ótvíræður og kjósi menn að selja eign sína, þá gera þeir það og þurfa ekki að spyrja kóng eða prest. Oft heyrist talað um að viðskipti séu viðskipti og það er notað sem allsherjar réttlæting allra gjörða. Slík fullyrðing heldur ekki vatni. Það að menn eigi í viðskiptum undanskilur þá ekki almennum siðalögmálum. Viðskipti á að stunda eftir leikreglum á sama hátt og að sýna á prúðmennsku inn á íþróttavellinum. Á mörkuðum eru óskráðar og skráðar reglur og menn eiga að fara eftir þeim. Í daglegu lífi kemur það fyrir okkur öll að við föllum í freistni og tökum skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni. Við borðum meira en okkur er hollt eða drekkum meira en við ætluðum og fáum svo í hausinn afleiðingarnar. Sama gildir um viðskiptalífið. Stundum falla menn í þá freistni að taka skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni og brjóta með því gegn eigin gildismati. Siðferði í viðskiptum hér á landi er örugglega hvorki verra né betra en annars staðar. Það er heldur ekki verra en á öðrum sviðum mannlífsins. Grunnreglurnar eru þær sömu. Maður á ekki að ljúga, svíkja og stela. Maður á að sýna náunganum virðingu og meðhöndla hann eins og maður vildi sjálfur vera meðhöndlaður. Viðskipti eru ekki bara viðskipti. Þau eru mannleg samskipti þar sem ber að virða sömu reglur og í öðrum samskiptum. Það eru hins vegar oft miklir hagsmunir og peningar í húfi og það kann að gera það að verkum að stundum er gripið til réttlætingar sem er utan marka heiðursins og siðferðisins. Eins og í lífinu sjálfu farnast þeim yfirleitt best til lengdar viðskiptum sem tileinka sér góða siði og eru traustir. Eins og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss benti á á Viðskiptaþingi, þá snúast viðskipti um traust. Brot á því trausti skaðar menn til lengri tíma litið, þótt stundum græði þeir á brotinu til skamms tíma. Þessi einfalda regla ætti að verða til þess að heiðurinn og hagsmunirnir fara saman ætli menn sér farsælan viðskiptaferil. Það ætti að vera mönnum leiðarljós í þeim harða leik sem viðskiptin eru.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Viðskipti eru í grunninn mannleg samskipti. Við þessi mannlegu samskipti bætast svo ríkir hagsmunir sem valda þeirri hættu að menn láti lönd og leið dyggðir mannlegra samskipta. Töluvert hefur verið um átök í íslensku viðskiptalífi síðustu misserin. Þar tapa menn og sigra á víxl eins og gengur. Oft vill brenna við að sá sem tapar telur sig hafa verið svikinn og rangt hafi verið leikið í keppninni. Nýasta dæmið um baráttu á markaði er þegar félag í eigu Tryggingamiðstöðvarinnar og Landsbankans eignaðist hlut í Keri sem á Samskip, Olíufélagið og hlut í KB banka. Sjóvík seldi þessu félagi hlut sinn í Keri, en ráðandi hluthafar í Keri þeir Kristján Loftsson og Ólafur Ólafsson töldu sig hafa átt forkaupsrétt að bréfunum samkvæmt munnlegu samkomulagi sem ekki hafði verið gengið frá á pappír. Í siðferðilegu tilliti skiptir engu máli hvort fyrir liggja munnleg eða skrifleg loforð. Loforð er loforð og við það ber að standa. Málavextir í þessu tiltekna máli eru óljósir og sinn hvor skilningur var á því hvort eitthvert hluthafasamkomulag hafi verið í gildi. Bréfin voru seld dýru verði og við þessa óvissu bætist að ekki er víst að menn hefðu kært sig um að nýta forkaupsréttinn á því verði sem var í boði. Orðspor manna er dýrmætt og ekki síst í viðskiptum. Í litlu samfélagi loka menn fljótt öllum dyrum ef þeir hafa rangt við. Niðurstaðan verður því sú að menn eiga helst ekki viðskipti við slíka. Viðskiptalífið er hins vegar harður heimur og hver og einn er þar á sínum forsendum. Menn gera bandalög í samræmi við hagsmuni sína og slík bandalög slitna þegar hagsmunirnir fara ekki lengur saman. Eignarrétturinn er ótvíræður og kjósi menn að selja eign sína, þá gera þeir það og þurfa ekki að spyrja kóng eða prest. Oft heyrist talað um að viðskipti séu viðskipti og það er notað sem allsherjar réttlæting allra gjörða. Slík fullyrðing heldur ekki vatni. Það að menn eigi í viðskiptum undanskilur þá ekki almennum siðalögmálum. Viðskipti á að stunda eftir leikreglum á sama hátt og að sýna á prúðmennsku inn á íþróttavellinum. Á mörkuðum eru óskráðar og skráðar reglur og menn eiga að fara eftir þeim. Í daglegu lífi kemur það fyrir okkur öll að við föllum í freistni og tökum skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni. Við borðum meira en okkur er hollt eða drekkum meira en við ætluðum og fáum svo í hausinn afleiðingarnar. Sama gildir um viðskiptalífið. Stundum falla menn í þá freistni að taka skammtímahagsmuni fram yfir langtímahagsmuni og brjóta með því gegn eigin gildismati. Siðferði í viðskiptum hér á landi er örugglega hvorki verra né betra en annars staðar. Það er heldur ekki verra en á öðrum sviðum mannlífsins. Grunnreglurnar eru þær sömu. Maður á ekki að ljúga, svíkja og stela. Maður á að sýna náunganum virðingu og meðhöndla hann eins og maður vildi sjálfur vera meðhöndlaður. Viðskipti eru ekki bara viðskipti. Þau eru mannleg samskipti þar sem ber að virða sömu reglur og í öðrum samskiptum. Það eru hins vegar oft miklir hagsmunir og peningar í húfi og það kann að gera það að verkum að stundum er gripið til réttlætingar sem er utan marka heiðursins og siðferðisins. Eins og í lífinu sjálfu farnast þeim yfirleitt best til lengdar viðskiptum sem tileinka sér góða siði og eru traustir. Eins og Björgólfur Thor Björgólfsson, stjórnarformaður Burðaráss benti á á Viðskiptaþingi, þá snúast viðskipti um traust. Brot á því trausti skaðar menn til lengri tíma litið, þótt stundum græði þeir á brotinu til skamms tíma. Þessi einfalda regla ætti að verða til þess að heiðurinn og hagsmunirnir fara saman ætli menn sér farsælan viðskiptaferil. Það ætti að vera mönnum leiðarljós í þeim harða leik sem viðskiptin eru.Hafliði Helgason -haflidi@frettabladid.is
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun