Lágvöruverslanir á matvörumarkaði seldu mjólkurlítrann á eina krónu og undir í gær. Matvöruverslanir eiga í verstríði á höfuðborgarsvæðinu. Mátti helst greina harða samkeppni í verði mjólkurvara og gosdrykkja.
Sigurveig Fjeldsted var meðal viðskiptavina í Krónunni í Skeifunni. "Ég versla yfirleitt í Bónus en ákvað að skipta fyrst Krónan er búin að lækka verð," segir Sigurveig: "Ég finn mjög mikinn mun á verðinu. Nú er ég að fara halda saumaklúbb og í staðinn fyrir að greiða um 200 krónur fyrir gosflöskuna kaupi ég hana á fjórðungi þess verðs."
Verslanirnar Krónan, Kaskó og Bónus höfðu allar gripið til þess ráðs að takmarka fjölda þeirra vara sem viðskiptavinir máttu kaupa undir kostnaðarverði á verslunum. Verslunarstjóri Bónuss í Faxafeni, Ólafur Örn Arnarsson, sagði það gert þar sem verslunin væri fyrir fjölskyldufólk en ekki aðrar verslanir sem nýttu að öðrum kosti verslun þeirra sem heildverslun. Aðrar verslanir voru ekki heimsóttar í gær.
Mjólkin á krónu og undir

Mest lesið

Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga
Viðskipti innlent


Kauphallir rétta úr kútnum
Viðskipti erlent

Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman
Viðskipti innlent

Spá aukinni verðbólgu
Viðskipti innlent

Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun
Viðskipti innlent

Kauphöllin réttir við sér
Viðskipti innlent


Árni Oddur tekur við formennsku
Viðskipti innlent

Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur
Viðskipti erlent