Erfitt hjá Arsenal 8. mars 2005 00:01 Englandsmeistarar Arsenal eiga verulega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Bayern München en þeir töpuðu fyrri leiknum, 3–1. Til að bæta gráu ofan á svart eru margir leikmanna Arsenal í meiðslum þessa dagana. Sol Campbell, Pascal Cygan, Gilberto, Manuel Almunia, Edu og Justin Hoyte eru allir meiddir og svo er tvísýnt um þáttöku Roberts Pires í leiknum. Minna er um meiðsli í herbúðum Bayern en þeir verða þó án hollenska framherjans Roys Makaay. Leikmenn Liverpool ferðuðust nokkuð bjartsýnir til Þýskalands þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen. Þeir hafa fulla ástæðu til enda unnu þeir fyrri leikinn á Anfield, 3–1. Harry Kewell getur ekki leikið fyrir Liverpool. Steven Gerrard kemur inn í liðið en hann var í banni í fyrri leiknum. Jerzy Dudek og Dietmar Hamann eru búnir að jafna sig á meiðslum og þeir verða með Liverpool í kvöld. Þjálfari Leverkusen, Klaus Augenthaler, er ekki búinn að gefast upp. „Við getum vel skorað eitt mark í fyrri hálfleik og bætt svo öðru við í seinni." Real Madrid ferðaðist með lítið forskot til Tórínó þar sem liðið spilar gegn Juventus en Madrídingar unnu fyrri leikinn, 1–0. Zinedine Zidane, fyrrum leikmaður Juve og núverandi leikmaður Real, er þrátt fyrir þetta litla forskot frekar bjartsýnn. „Staða okkar er frekar sterk þar sem Juve skoraði ekki mark á útivelli. Okkar takmark í leiknum er að skora og gera þeim erfitt fyrir," sagði Zidane. Síðasti leikur kvöldsins, sem hefur svolítið fallið í skuggann af honum stórleikjunum, er viðureign Monaco og PSV Eindhoven. Það verður vafalítið hörkuleikur enda þurfa leikmenn PSV að verja eins marks forystu frá því í fyrri leiknum enda unnu þeir hann aðeins 1–0. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira
Englandsmeistarar Arsenal eiga verulega erfitt verkefni fyrir höndum í kvöld þegar þeir taka á móti Bayern München en þeir töpuðu fyrri leiknum, 3–1. Til að bæta gráu ofan á svart eru margir leikmanna Arsenal í meiðslum þessa dagana. Sol Campbell, Pascal Cygan, Gilberto, Manuel Almunia, Edu og Justin Hoyte eru allir meiddir og svo er tvísýnt um þáttöku Roberts Pires í leiknum. Minna er um meiðsli í herbúðum Bayern en þeir verða þó án hollenska framherjans Roys Makaay. Leikmenn Liverpool ferðuðust nokkuð bjartsýnir til Þýskalands þar sem þeir mæta Bayer Leverkusen. Þeir hafa fulla ástæðu til enda unnu þeir fyrri leikinn á Anfield, 3–1. Harry Kewell getur ekki leikið fyrir Liverpool. Steven Gerrard kemur inn í liðið en hann var í banni í fyrri leiknum. Jerzy Dudek og Dietmar Hamann eru búnir að jafna sig á meiðslum og þeir verða með Liverpool í kvöld. Þjálfari Leverkusen, Klaus Augenthaler, er ekki búinn að gefast upp. „Við getum vel skorað eitt mark í fyrri hálfleik og bætt svo öðru við í seinni." Real Madrid ferðaðist með lítið forskot til Tórínó þar sem liðið spilar gegn Juventus en Madrídingar unnu fyrri leikinn, 1–0. Zinedine Zidane, fyrrum leikmaður Juve og núverandi leikmaður Real, er þrátt fyrir þetta litla forskot frekar bjartsýnn. „Staða okkar er frekar sterk þar sem Juve skoraði ekki mark á útivelli. Okkar takmark í leiknum er að skora og gera þeim erfitt fyrir," sagði Zidane. Síðasti leikur kvöldsins, sem hefur svolítið fallið í skuggann af honum stórleikjunum, er viðureign Monaco og PSV Eindhoven. Það verður vafalítið hörkuleikur enda þurfa leikmenn PSV að verja eins marks forystu frá því í fyrri leiknum enda unnu þeir hann aðeins 1–0.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Arsenal að missa menn í meiðsli Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fótbolti Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Körfubolti Atli Viðar segir Vöndu ekki réttu manneskjuna til að leiða KSÍ inn í framtíðina Íslenski boltinn Vonast til að Barcelona geti stöðvað sigurgöngu Lyon Fótbolti Rebrov: Karakterinn lykilatriði Fótbolti Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Sport Fleiri fréttir „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rebrov: Karakterinn lykilatriði Dagskráin í dag: Úrslitastund í Varsjá Fyrsti þjálfarinn í NBA fokinn Jón Axel gat ekki komið í veg fyrir tap Arsenal að missa menn í meiðsli Skotar og Danir spila úrslitaleik um farseðil á HM Vigdís Lilja á skotskónum Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Ómar og Gísli í aðalhlutverkum hjá Magdeburg í dag Hákon: Þú vilt spila þessa leiki Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna Svakalegt kvöld framundan í Úrvalsdeildinni í pílu Spánn og Austurríki við það að komast á HM ´26 Elvar með flestar stoðsendingar í sigri ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Åge Hareide glímir við sjúkdóm Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Arna og Sædís spiluðu í sigri Våleranga „Eggert kominn með stóra brosið og allir glaðir“ Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Belgar í brasi og þurfa að bíða eftir HM-sæti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Bökuðu botnliðið í miðjum slag við Blika Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Tólfan boðar til partýs í Varsjá Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Lofar að fara sparlega með Isak Skrautlegur ferðadagur Sjá meira