Skoða mál Landhelgisgæslunnar 9. mars 2005 00:01 Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. Landhelgisgæslan, sem kaupir skipagasolíu í Færeyjum, þarf ekki að borga af henni virðisaukaskatt þar og forstjóri Landhelgisgæslunnar segir auk þess að hún sé ódýrari ytra. Í fréttum Stöðvar 2 sagði forstjórinn enn fremur að Færeyjaolíunni sé oft og tíðum dælt á milli varðskipa við Reykjavíkurhöfn. Af þeirri olíu sem dælt er á milli skipa á að greiða 77 aura flutningsjöfnunargjald fyrir hvern lítra samkvæmt tollalögum. Það hefur Landhelgisgæslan ekki gert. Þær upplýsingar fengust hjá Tollstjóraembættinu í dag að innflutningur Landhelgisgæslunnar á olíu hafi verið tekinn til skoðunar. Ýmis fordæmi eru fyrir því að þeir sem standa að innflutningi hafi þurft að greiða gjöld aftur í tímann ásamt dráttarvöxtum. Þá er sérstaklega tekið til athugunar hvort beita skuli öðrum viðurlögum eins og sektargreiðslum, en það fer eftir því hvort vanefndir stafa af misskiliningi eða ásetningi. Alls óljóst er hvort eða hvernig Tollstjóraembættið tekur á meintum vanefndum Landhelgisgæslunnar þar sem skoðun á málinu er nýhafin. Embættið vissi ekki af því að olíu væri dælt á milli skipa fyrr en forstjóri Landhelgisgæslunnar upplýsti það í fréttum Stöðvar 2. Það sama var upp á teningnum hjá hafnarstjóra. Þar á bæ vissu menn ekki heldur að olíu væri dælt á milli varðskipa en afar strangar reglur eru í gildi um það hvernig búnað skuli nota við slíka dælingu og hvernig að henni skuli standa. Vélstjóri þarf auk þess að gefa skýrslu til hafnayfirvalda í hverri dælingu. Engar skýrslur hafa borist og ekki heldur er vitað hvort Landhelgisgæslan hafi viðhaft viðeigandi varúðarráðstafanir. Í samtali við fréttastofu í dag sagði hafnarstjóri að olíudæling milli varðskipa Landhelgisgæslunnar verði könnuð og að sömu reglur gildi um Landhelgisgæsluna og aðra. Ef reglum er ekki fylgt þarf hlutaðeigandi að greiða fjársekt. Það að Landhelgisgæslan skuli vera til skoðunar vegna hugsanlegar brota á tollalögum og reglum um mengunarvarnir hlýtur að teljast æði kaldhæðnislegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hún hefur með höndum eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu í kringum Ísland. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Hafnaryfirvöld og Tollstjóraembættið hafa tekið málefni Landhelgisgæslunnar til skoðunar og munu kanna hvort hún hafi gerst brotleg við tollalög og reglur um mengunarvarnir. Landhelgisgæslan, sem kaupir skipagasolíu í Færeyjum, þarf ekki að borga af henni virðisaukaskatt þar og forstjóri Landhelgisgæslunnar segir auk þess að hún sé ódýrari ytra. Í fréttum Stöðvar 2 sagði forstjórinn enn fremur að Færeyjaolíunni sé oft og tíðum dælt á milli varðskipa við Reykjavíkurhöfn. Af þeirri olíu sem dælt er á milli skipa á að greiða 77 aura flutningsjöfnunargjald fyrir hvern lítra samkvæmt tollalögum. Það hefur Landhelgisgæslan ekki gert. Þær upplýsingar fengust hjá Tollstjóraembættinu í dag að innflutningur Landhelgisgæslunnar á olíu hafi verið tekinn til skoðunar. Ýmis fordæmi eru fyrir því að þeir sem standa að innflutningi hafi þurft að greiða gjöld aftur í tímann ásamt dráttarvöxtum. Þá er sérstaklega tekið til athugunar hvort beita skuli öðrum viðurlögum eins og sektargreiðslum, en það fer eftir því hvort vanefndir stafa af misskiliningi eða ásetningi. Alls óljóst er hvort eða hvernig Tollstjóraembættið tekur á meintum vanefndum Landhelgisgæslunnar þar sem skoðun á málinu er nýhafin. Embættið vissi ekki af því að olíu væri dælt á milli skipa fyrr en forstjóri Landhelgisgæslunnar upplýsti það í fréttum Stöðvar 2. Það sama var upp á teningnum hjá hafnarstjóra. Þar á bæ vissu menn ekki heldur að olíu væri dælt á milli varðskipa en afar strangar reglur eru í gildi um það hvernig búnað skuli nota við slíka dælingu og hvernig að henni skuli standa. Vélstjóri þarf auk þess að gefa skýrslu til hafnayfirvalda í hverri dælingu. Engar skýrslur hafa borist og ekki heldur er vitað hvort Landhelgisgæslan hafi viðhaft viðeigandi varúðarráðstafanir. Í samtali við fréttastofu í dag sagði hafnarstjóri að olíudæling milli varðskipa Landhelgisgæslunnar verði könnuð og að sömu reglur gildi um Landhelgisgæsluna og aðra. Ef reglum er ekki fylgt þarf hlutaðeigandi að greiða fjársekt. Það að Landhelgisgæslan skuli vera til skoðunar vegna hugsanlegar brota á tollalögum og reglum um mengunarvarnir hlýtur að teljast æði kaldhæðnislegt, sérstaklega þegar tekið er tillit til þess að hún hefur með höndum eftirlit og löggæslu á hafsvæðinu í kringum Ísland.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira