Erlent

Sýrlenski herinn á brott

Nærri því allar sýrlenskar hersveitir eru nú farnar frá norðurhluta Líbanons þar sem þær hafa verið í tuttugu og níu ár. Hersveitirnar hafa verið kallaðar til baka og verða staðsettar í Bekaa-dalnum, nærri landamærum Líbanons og Sýrlands. Enn eru þó bækistöðvar sýrlensku leyniþjónustunnar mannaðar, sem og tvær minni herútstöðvar, en gert er ráð fyrir því að stöðvarnar verði mannlausar innan sólarhrings. Mikill þrýstingur er á stjórnvöld í Damaskus að kalla hersveitir sínar og leyniþjónustumenn heim frá Líbanon en hingað til hefur Bashar al-Assad, forseti Sýrlands, ekki ljáð máls á því nema að ljóst sé að allir Líbanar vilji það. Ljóst er að svo er ekki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×