RÚV: Lausn ekki í sjónmáli 11. mars 2005 00:01 Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Auðun Georg á að taka til starfa sem fréttastjóri Útvarps 1. apríl næstkomandi. Honum verður ekki tekið fagnandi - það er deginum ljósara. Ekkert bendir hins vegar til að hann muni hætta við og ekki þiggja starfið. Fréttamenn Útvarps og Sjónvarps hafa lýst því yfir að þeir eru ósáttir við ráðninguna, líta á hana sem móðgun við sig og sitt starf og muni ekki una því að starfa undir stjórn hans. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að hann myndi ekki bakka með ákvörðun sína. Málið er í eins miklum hnút og hugsast getur og erfitt að sjá hvernig það verði leyst - en í það minnsta er ljóst að þótt vandamálið sé sprottið af pólitík munu pólitískir ráðamenn ekki taka að sér að leysa það. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekkert botna í málinu og segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu ekki blanda sér í það. „Þarna er verið að ráða millistjórnanda og þeir sem er trúað fyrri þessum málum verða að sjálfsögðu að leiða það til lykta,“ segir Halldór. Framsóknarflokkurinn er af flestum sem til þekkja talinn bera ábyrgð á Auðuni og ráðningu hans. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Pétur Gunnarsson, varamaður í útvarpsráði og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagðist ekki vita hverjar pólitískar skoðanir Auðuns væru, né annarra umsækjenda, enda hafi það ekki verið hluti af ákvörðuninni. Jóhann Hauksson, fráfarandi yfirmaður Rásar 2 sem einnig var gestur í þættinum, sagðist þá vara Pétur við því að „skrökva hér frammi fyrir alþjóð. Ég hef sjálfur talað við forsætisráðherra um þetta mál,“ sagði Jóhann, án þess að vilja fara nánar út í það samtal. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 náði Halldóri Ásgrímssyni á hlaupum nú undir kvöld var ekki annað hægt en að spyrja hann um samtalið. Hann sagði þetta aldrei hafa komið til tals í samtalinu, án þess að vilja fara nánar út í það samtal frekar en Jóhann, en sagði þó að Jóhann hafi óskað eftir því við sig að hann hefði afskipti af málinu. Það kæmi þó alls ekki til greina. Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira
Erfitt er að sjá hvernig leysa má hnútinn sem kominn er upp á Ríkisútvarpinu eftir ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarps. Lausnin mun ekki koma úr Stjórnarráðinu segir forsætisráðherra sem segir dagskrárstjóra Rásar 2 hafa beðið sig að grípa inn í málið áður. Auðun Georg á að taka til starfa sem fréttastjóri Útvarps 1. apríl næstkomandi. Honum verður ekki tekið fagnandi - það er deginum ljósara. Ekkert bendir hins vegar til að hann muni hætta við og ekki þiggja starfið. Fréttamenn Útvarps og Sjónvarps hafa lýst því yfir að þeir eru ósáttir við ráðninguna, líta á hana sem móðgun við sig og sitt starf og muni ekki una því að starfa undir stjórn hans. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri sagði í fréttum Stöðvar 2 að hann myndi ekki bakka með ákvörðun sína. Málið er í eins miklum hnút og hugsast getur og erfitt að sjá hvernig það verði leyst - en í það minnsta er ljóst að þótt vandamálið sé sprottið af pólitík munu pólitískir ráðamenn ekki taka að sér að leysa það. Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segist ekkert botna í málinu og segir ríkisstjórnina að sjálfsögðu ekki blanda sér í það. „Þarna er verið að ráða millistjórnanda og þeir sem er trúað fyrri þessum málum verða að sjálfsögðu að leiða það til lykta,“ segir Halldór. Framsóknarflokkurinn er af flestum sem til þekkja talinn bera ábyrgð á Auðuni og ráðningu hans. Í Kastljósi Sjónvarpsins í gær sagði Pétur Gunnarsson, varamaður í útvarpsráði og framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, sagðist ekki vita hverjar pólitískar skoðanir Auðuns væru, né annarra umsækjenda, enda hafi það ekki verið hluti af ákvörðuninni. Jóhann Hauksson, fráfarandi yfirmaður Rásar 2 sem einnig var gestur í þættinum, sagðist þá vara Pétur við því að „skrökva hér frammi fyrir alþjóð. Ég hef sjálfur talað við forsætisráðherra um þetta mál,“ sagði Jóhann, án þess að vilja fara nánar út í það samtal. Þegar fréttamaður Stöðvar 2 náði Halldóri Ásgrímssyni á hlaupum nú undir kvöld var ekki annað hægt en að spyrja hann um samtalið. Hann sagði þetta aldrei hafa komið til tals í samtalinu, án þess að vilja fara nánar út í það samtal frekar en Jóhann, en sagði þó að Jóhann hafi óskað eftir því við sig að hann hefði afskipti af málinu. Það kæmi þó alls ekki til greina.
Fréttir Innlent Ráðning Auðuns Georgs Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Landris hafið á ný Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Sjá meira