Erlent

Í Hvíta húsið að nýju

Karen Hughes, sem var náinn samstarfsmaður Bush Bandaríkjaforseta í upphafi fyrra kjörtímabils hans, er nú á ný komin til starfa fyrir Hvíta húsið. Henni er ætlað að stýra ímyndarherferð Bandaríkjanna sem er til þess hugsuð að draga úr andúð á Bandaríkjunum erlendis, einkum meðal múslíma. Stríðið í Írak jók enn á óvinsældir Bandaríkjanna í Miðausturlöndum en þær voru ærnar fyrir, einkum vegna þess að þar er almennt talið að Bandaríkjastjórn sé hliðholl Ísrael og andsnúin Palestínumönnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×