Siglingar varasamar fyrir norðan 13. október 2005 18:54 "Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Farið var ískönnunarflug síðdegis í gær og er ís fyrir mestallri norðurströnd landsins þó í mismiklum mæli sé. Áfram er gert ráð fyrir stífum norðanáttum næstu daga og ísbreiður gætu leitað austur fyrir land. Tæplega 30 ár eru síðan hafís lagðist síðast að Norðurlandi með þeim hætti að alvarlegar truflanir urðu á siglingum og er veruleg hætta á að slíkt endurtaki sig nú meðan norðanátt ríkir en spár gera allar ráð fyrir slíku áfram. Þór segir fulla ástæðu til varkárni og segir ísinn fara hratt yfir. "Það getur komið til þess á stuttum tíma séu aðstæður réttar að hann fari alla leið að landi. Engu skiptir þá hvort um lítinn ís er að ræða eða stærri jaka, allt getur valdið tjóni á bátum og skipum." "Við höfum ekki áhyggjur af þessu eins og sakir standa en það verður ekkert siglt á mánudag ef fram heldur sem horfir," segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á Sæfara, en hann siglir reglulega milli Dalvíkur og Grímseyjar með farþega og vistir. Sæfari er ekki í ferðum yfir helgina en Sigurjón fór á föstudagskvöld eina ferð með vararafstöð og rammgerðan vír sem nota á til að strengja yfir höfnina til að verja báta heimamanna sem eru auðveld bráð komist ísinn í gegn. Í gærkvöld voru heimamenn í viðbragðsstöðu en höfðu þó ekki lokað höfninni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þrír dagar eru síðan vart varð nokkurra jaka úti fyrir Melrakkasléttu ásamt íshröngli við strendur en að sögn lögreglu á Raufarhöfn sem reglulega fer eftirlitsferðir meðfram ströndinni hefur ísinn ekki aukist þar enn sem komið er. Samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands eru aðstæður með þeim hætti að hafís gæti leitað suður landið meðfram Austfjörðum og fyrir utan þann usla sem slíkt ylli á samgöngum og siglingum eru fiskeldiskvíar í hættu en þær eru fjölmargar á þessum slóðum. Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
"Öll siglingaleiðin frá Ísafjarðardjúpi að Bakkaflóa í austri er varasöm vegna hafíss og miklar líkur á að bæti í næstu dagana," segir Þór Jakobsson, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands. Farið var ískönnunarflug síðdegis í gær og er ís fyrir mestallri norðurströnd landsins þó í mismiklum mæli sé. Áfram er gert ráð fyrir stífum norðanáttum næstu daga og ísbreiður gætu leitað austur fyrir land. Tæplega 30 ár eru síðan hafís lagðist síðast að Norðurlandi með þeim hætti að alvarlegar truflanir urðu á siglingum og er veruleg hætta á að slíkt endurtaki sig nú meðan norðanátt ríkir en spár gera allar ráð fyrir slíku áfram. Þór segir fulla ástæðu til varkárni og segir ísinn fara hratt yfir. "Það getur komið til þess á stuttum tíma séu aðstæður réttar að hann fari alla leið að landi. Engu skiptir þá hvort um lítinn ís er að ræða eða stærri jaka, allt getur valdið tjóni á bátum og skipum." "Við höfum ekki áhyggjur af þessu eins og sakir standa en það verður ekkert siglt á mánudag ef fram heldur sem horfir," segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á Sæfara, en hann siglir reglulega milli Dalvíkur og Grímseyjar með farþega og vistir. Sæfari er ekki í ferðum yfir helgina en Sigurjón fór á föstudagskvöld eina ferð með vararafstöð og rammgerðan vír sem nota á til að strengja yfir höfnina til að verja báta heimamanna sem eru auðveld bráð komist ísinn í gegn. Í gærkvöld voru heimamenn í viðbragðsstöðu en höfðu þó ekki lokað höfninni þegar Fréttablaðið fór í prentun. Þrír dagar eru síðan vart varð nokkurra jaka úti fyrir Melrakkasléttu ásamt íshröngli við strendur en að sögn lögreglu á Raufarhöfn sem reglulega fer eftirlitsferðir meðfram ströndinni hefur ísinn ekki aukist þar enn sem komið er. Samkvæmt gögnum Veðurstofu Íslands eru aðstæður með þeim hætti að hafís gæti leitað suður landið meðfram Austfjörðum og fyrir utan þann usla sem slíkt ylli á samgöngum og siglingum eru fiskeldiskvíar í hættu en þær eru fjölmargar á þessum slóðum.
Fréttir Innlent Veður Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira