Viðskipti innlent

Vextir standa í stað

Vextir íbúðalánasjóðs munu að öllum líkindum ekki lækka, eins og greiningardeild Landsbankans spáði fyrir helgi. Í útboði Íbúðalánasjóðs á föstudag bárust tilboð að nafnvirði 19 milljarða króna. Ákveðið var að taka tilboðum í bréf að nafnvirði 11 milljarða, sem er einum milljarði meira en áætlað var. Sigurður Geirsson, framkvæmdastjóri hjá Íbúðalánasjóði segir stjórn Íbúðalánasjóðs taka endanlega ákvörðun um vaxtastigið, en á ekki von á því að vextirnir lækki, því með 0,6 prósentustiga vaxtaálagi séu markaðsvextir nú 4,13 prósent.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×