Viðskipti erlent

OIíuverð í sögulegu hámarki

Olíuverð hækkar enn og er verðið á fatinu nú komið yfir 57 dollara á markaði í New York. Svipaða sögu er að segja af markaði í Lundúnum; þar náði verðið einnig sögulegu hámarki í morgun, þrátt fyrir tilkynningu OPEC-ríkjanna í gær um að þau hygðust auka olíuframleiðslu um tvö prósent. Ríkin standa nú frammi fyrir því hvort að auka eigi framleiðsluna enn meira til að reyna að slá á verðið. Hækkunin nú er rakin til þess að eldsneytisbirgðir í Bandaríkjunum hafa snarminnkað og eru töluvert minni en sérfræðingar töldu. Aðrir olíuframleiðendur en OPEC-ríkin hafa ekki tilkynnt um framleiðsluaukningu fyrir utan Norðmenn sem segjast nú þegar dæla eins mikilli olíu og þeir eru færir um.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×