Ummæli Trump vekja áhyggjur af sjálfstæði seðlabanka Kjartan Kjartansson skrifar 9. ágúst 2024 16:00 Trump kemur á blaðamannafund í Mar-a-Lago í gær. AP/Alex Brandon Fullyrðingar Donalds Trump um að Bandaríkjaforseti ætti að hafa áhrif á ákvarðanir Seðlabanka Bandaríkjanna hafa vakið áhyggjur af sjálfstæði bankans komist Trump aftur til valda. Trump telur sig hafa meira vit á peningum en stjórnendur bankans. Ummælin lét Trump falla á sundurlausum blaðamannafundi í Mar-a-Lago í Flórída í gær. Að hans mati ætti forseti að minnsta kosti að hafa eitthvað að segja um stýrivaxtaákvarðanir seðlabankans. „Ég held í mínu tilfelli, þá þénaði ég mikið fé, ég náði miklum árangri og ég held að ég hafi meiri meðfædda hæfileika en í mörgum tilfellum fólk sem ætti sæti í seðlabankanum eða bankastjórinn,“ sagði Trump. Þó að bankastjóri og stjórn seðlabankans sé tilnefnd af forseta og staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings á bankinn að njóta sjálfstæðis frá sitjandi ríkisstjórn hverju sinni. Starfstímabili Jerome Powell, sitjandi seðlabankastjóra, lýkur á miðju næsta kjörtímabili. Þegar Trump var forseti vó hann ítrekað að Powell fyrir ákvarðanir seðlabankans. Á fundinum í gær sagðist Trump hafa tekist hart á við Powell á þeim tíma. „Ég barðist mjög hart gegn honum.“ Reuters-fréttastofan segir að Trump hafi viljað reka Powell en efasemdir um að hann hefði vald til þess hefðu komið í veg fyrir það. Bandamenn Trump hafa lagt drög að tillögum til þess að takmarka sjálfstæðis seðlabankans en fyrrverandi forsetinn hefur reynt að fjarlægja sig hópnum. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ummælin lét Trump falla á sundurlausum blaðamannafundi í Mar-a-Lago í Flórída í gær. Að hans mati ætti forseti að minnsta kosti að hafa eitthvað að segja um stýrivaxtaákvarðanir seðlabankans. „Ég held í mínu tilfelli, þá þénaði ég mikið fé, ég náði miklum árangri og ég held að ég hafi meiri meðfædda hæfileika en í mörgum tilfellum fólk sem ætti sæti í seðlabankanum eða bankastjórinn,“ sagði Trump. Þó að bankastjóri og stjórn seðlabankans sé tilnefnd af forseta og staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings á bankinn að njóta sjálfstæðis frá sitjandi ríkisstjórn hverju sinni. Starfstímabili Jerome Powell, sitjandi seðlabankastjóra, lýkur á miðju næsta kjörtímabili. Þegar Trump var forseti vó hann ítrekað að Powell fyrir ákvarðanir seðlabankans. Á fundinum í gær sagðist Trump hafa tekist hart á við Powell á þeim tíma. „Ég barðist mjög hart gegn honum.“ Reuters-fréttastofan segir að Trump hafi viljað reka Powell en efasemdir um að hann hefði vald til þess hefðu komið í veg fyrir það. Bandamenn Trump hafa lagt drög að tillögum til þess að takmarka sjálfstæðis seðlabankans en fyrrverandi forsetinn hefur reynt að fjarlægja sig hópnum.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Viðskipti innlent Um forvitna yfirmanninn Atvinnulíf Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Linda tekur við sem framkvæmdastjóri fjármálasviðs Alvotech Atvinnulíf Ellefu fyrirtæki til skoðunar vegna bílastæðagjalda Neytendur Fyrsta flýtiverkið boðið út og skal lokið á fimm mánuðum Viðskipti innlent Kaffi heldur áfram að hækka í verði Neytendur Fleiri bílastæðafyrirtæki til skoðunar hjá Neytendastofu Neytendur Fleiri fréttir Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira