Tíu bíla árekstur á Hellisheiði
Hellisheiðinni hefur verið lokað vegna áreksturs tíu bíla í Hveradalabrekku. Sjúkrabílar og lögreglubílar frá Selfossi og Reykjavík eru á leið á staðinn en ekki er vitað með slys á fólki. Færð á Hellisheiði er mjög slæm á þessari stundu að sögn varðstjóra lögreglunnar á Selfossi, snjóbylur og mikil hálka.