Eiður Smári mætir Bæjurum 18. mars 2005 00:01 Í gær var dregið í átta liða og undanúrslit meistaradeildarinnar í fótbolta. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea mæta þýska liðinu Bayern München en Bæjarar slógu Arsenal út í sextán liða úrslitum. Það verður borgarslagur í Mílanó þar sem AC Milan og Internazionale mætast og Lyon, spútniklið keppninnar, mætir PSV og liðin sem mættust í úrslitaleiknum árið 1985, Liverpool og Juventus, mætast. Sigurvegarar leiks Liverpool og Juventus mæta síðan sigurvegaranum úr leik Chelsea og Bayern München og sigurvegarinn úr leik Milan-liðanna og síðan sigurvegarans úr leik Lyon og PSV. Úrslitaleikurinn fer síðan fram í Istanbúl í Tyrklandi 25. maí næstkomandi. Forráðamenn og leikmenn Bayern München voru hæstánægðir eftir dráttinn í gær og vonast til að taka "enska tvennu" en liðið sló Arsenal út í sextán liða úrslitum. "Þetta er frábær dráttur. Chelsea er eitt stærsta lið Evrópu í augnablikinu og ég hlakka mjög til þessara leikja. Við viljum komast í í úrslitaleikinn og það þýðir að við verðum að vinna Chelsea. Við þurfum að eiga tvo toppleiki en ég veit að við getum unnið Chelsea," sagði Oliver Kahn, markvörður Bæjara. AC Milan og Internazionale mættust einnig í undanúrslitunum 2003 en þá komst AC Milan áfram á mörkum skoruðum á útivelli og vann að lokum titilinn. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var ekki sáttur og sagði Internazionale síðasta liðið sem hann hefði viljað mæta. "Við vildum allir sleppa við annan grannaslag. Ég man að það var mikil pressa þegar liðin mættust fyrir tveimur árum, mun meiri heldur en venjulega en ég vona að við séum orðnir þroskaðri og getum unnið betur úr álaginu sem fylgir þessum leikjum. Barátta Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar um úrslitaleik liðanna á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 áhorfendur létu lífið í óeirðum og ensk félög fengu í kjölfarið fimm ára bann. "Ég veit ekki af hverju en ég hafði það á tilfinningunni að við myndum mæta Liverpool. Þegar ég var þjálfari hjá Roma þá töpuðum við fyrir þeim og nú fæ ég möguleika á því að koma fram hefndum. Leikmenn Liverpool eru hættulegir í skyndisóknum, sérstaklega á Anfield og við þurfum að ná okkar besta til að komast áfram," sagði Fabio Capello, þjálfari Juventus. Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira
Í gær var dregið í átta liða og undanúrslit meistaradeildarinnar í fótbolta. Eiður Smári Guðjohnsen og félagar hans í Chelsea mæta þýska liðinu Bayern München en Bæjarar slógu Arsenal út í sextán liða úrslitum. Það verður borgarslagur í Mílanó þar sem AC Milan og Internazionale mætast og Lyon, spútniklið keppninnar, mætir PSV og liðin sem mættust í úrslitaleiknum árið 1985, Liverpool og Juventus, mætast. Sigurvegarar leiks Liverpool og Juventus mæta síðan sigurvegaranum úr leik Chelsea og Bayern München og sigurvegarinn úr leik Milan-liðanna og síðan sigurvegarans úr leik Lyon og PSV. Úrslitaleikurinn fer síðan fram í Istanbúl í Tyrklandi 25. maí næstkomandi. Forráðamenn og leikmenn Bayern München voru hæstánægðir eftir dráttinn í gær og vonast til að taka "enska tvennu" en liðið sló Arsenal út í sextán liða úrslitum. "Þetta er frábær dráttur. Chelsea er eitt stærsta lið Evrópu í augnablikinu og ég hlakka mjög til þessara leikja. Við viljum komast í í úrslitaleikinn og það þýðir að við verðum að vinna Chelsea. Við þurfum að eiga tvo toppleiki en ég veit að við getum unnið Chelsea," sagði Oliver Kahn, markvörður Bæjara. AC Milan og Internazionale mættust einnig í undanúrslitunum 2003 en þá komst AC Milan áfram á mörkum skoruðum á útivelli og vann að lokum titilinn. Carlo Ancelotti, þjálfari AC Milan, var ekki sáttur og sagði Internazionale síðasta liðið sem hann hefði viljað mæta. "Við vildum allir sleppa við annan grannaslag. Ég man að það var mikil pressa þegar liðin mættust fyrir tveimur árum, mun meiri heldur en venjulega en ég vona að við séum orðnir þroskaðri og getum unnið betur úr álaginu sem fylgir þessum leikjum. Barátta Liverpool og Juventus vekur upp tuttugu ára gamlar minningar um úrslitaleik liðanna á Heysel-leikvanginum í Brüssel þar sem 39 áhorfendur létu lífið í óeirðum og ensk félög fengu í kjölfarið fimm ára bann. "Ég veit ekki af hverju en ég hafði það á tilfinningunni að við myndum mæta Liverpool. Þegar ég var þjálfari hjá Roma þá töpuðum við fyrir þeim og nú fæ ég möguleika á því að koma fram hefndum. Leikmenn Liverpool eru hættulegir í skyndisóknum, sérstaklega á Anfield og við þurfum að ná okkar besta til að komast áfram," sagði Fabio Capello, þjálfari Juventus.
Íslenski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Golf Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Fótbolti Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Fótbolti Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Enski boltinn Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fótbolti „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ Íslenski boltinn Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Körfubolti Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn Enski boltinn „Lukkudýrið“ í mál við félagið Körfubolti Fleiri fréttir Hvetur fólk til að brjóta reglu og velja Haaland Hvað er mikilvægast að hafa í huga fyrir Reykjavíkurmaraþonið? Sjáðu mörkin: Borðtennis í Garðabæ og tveggja mánaða bið tók enda á Akureyri Sjáðu endurkomu Breiðabliks gegn Virtus og markið sem VAR dæmdi af „Erum við virkilega í fituprósentum 2025?“ „Spark í rassinn til að gíra okkur upp í þetta“ „Ég vil hundrað prósent sjá hann aftur í Newcastle-treyju“ Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta „Stór og merkilegur viðburður fyrir okkur“ Fengu milljóna sekt eftir ólætin á Íslandi Grét í viku þegar Arsenal vildi hann ekki en sama félag borgar nú marga milljarða Langri bið Sveindísar lauk með sætum sigri á meisturunum Meiddist alvarlega hjá sjúkraþjálfaranum Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Dagskráin: Lundúnaslagur í enska, Bestu mörkin, þýski boltinn og NFL „Lukkudýrið“ í mál við félagið Grófu sig undir girðingu og stálu milljónum frá félaginu Segir slagsmálin í klefanum hafa verið ofbeldisfull og ofsafenginn Bjarki Gunnlaugs spáir því að Liverpool landi Isak eftir Newcastle leikinn ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ „Vilji, kraftur, ákveðni og hugarfar hjá mínum stelpum“ Stjarnan er meistari meistaranna Arna Eiríksdóttir: „Við töpuðum tveimur stigum í dag“ „Djöfull er gaman að vinna loksins aftur“ Nú fengu Blikabanarnir stóran skell Logi og Albert skoruðu báðir í Evrópu í kvöld Uppgjörið: Breiðablik - Virtus 2-1 | Blikar bara einu marki yfir Uppgjör og vitöl: Stjarnan-FH 2-2 | FH að missa Blikana frá sér Uppgjör: Þór/KA-FHL 4-0 | Norðankonur í stuði á móti botnliðinu Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Sjá meira