Mun þenslan bera okkur ofurliði? Hafliði Helgason skrifar 20. mars 2005 00:01 Það er margt sem bendir til þess að Íslendingar muni fara fram úr sér í núverandi þenslu efnahagslífsins og muni þurfa að glíma við afleiðingarnar fyrr eða síðar. Hafnarbakkinn í Norfolk er fullur af bílum sem eru á leið til Íslands og sterk króna gerir það að verkum að við munum flykkjast til útlanda og njóta sólar og lágs verðlags. Það er auðvitað alltaf gaman þegar er gaman en hættan er sú að skellurinn komi með gráti og gnístran tanna. Seðlabankinn gefur út Peningamál á morgun og mun væntanlega samhliða hækka stýrivexti bankans. Afleiðing hækkandi stýrivaxta er að krónan styrkist og óverðtryggðir skammtímavextir hækka. En veislan mun væntanlega halda áfram enn um sinn. ´ Sterk króna ýtir ennþá frekar undir innkaupagleðina á innfluttum vörum og ferðagleðin eykst að sama skapi. Íslendingar eru búnir að lækka yfirdráttinn sinn að undanförnu. Reyndar ekki með því að spara og greiða hann niður með aðhaldsömu líferni, heldur með því að endurfjármagna húsnæði sitt og létta greiðslubyrðina. Stýrivextirnir hafa sáralítil áhrif á langtímavexti sem hafa farið lækkandi og því njóta íslenskir húseigendur þess í fyrsta skipti sem aðrar þjóðir hafa notið; að éta svolítið af húsinu sínu án þess að selja það. Sú þróun ein og sér er í sjálfu sér jákvæð. Það er gott að greiðslubyrðin léttist og að greiða yfirdráttinn sinn er besta fjárfesting sem hugsast getur á mælikvarða áhættu og vaxta, en fjárfestingarákvarðanir eru teknar á grundvelli mati þessara tveggja þátta. Langtímalánin gera það líka að verkum að útgjöld eru jafnari og auðveldara að skipuleggja fjármálin. Hættan er samt sú að yfirdrátturinn mæti aftur að einhverjum tíima liðnum. Bíll sem fjármagnaður er með 40 ára íbúðaláni endist ekki nema brot af tíma lánsins. Þá þarf væntanlega að kaupa annan bíl og sá verður væntanlega á skammtímaláni. Áfram verður samt borgað af gamla bílnum næstu rúmu þrjá áratugina eða svo. Það þýðir ekkert að fást um þetta. Það er eðlilegt að fólk nýti tækifærin þegar nóg er af peningum í umferð og krónan sterk. Við þær kringumstæður sem nú eru í hagkerfinu er óhjákvæmilegt að eyðslan verði dáldið ýkt. Hitt er svo annað að stjórnvöld hafa ekki tekið núverandi þenslu nægjanlega föstum tökum. Ríkið dregur ekki úr framkvæmdum. Þvert á móti jukust þær á síðasta ári. Þegar veltan í samfélaginu vex, aukast líka skatttekjur hins opinbera. Þannig fitna opinberir aðilar við öll lætin. Mikilvægasta verkefnið við núverandi kringumstæður er að nýta vaxandi tekjur hins opinbera til þess að greiða skuldir og koma í veg fyrir að fjármunirnir komist aftur út í hringdans efnahagslífsins. Ríkið fær vart betri tíð til að greiða erlendar skuldir en einmitt tíma sterkrar krónu og mikilla skattteknar. Stjórnvöld hafa ekki gert nægjanlegar kröfur til sín við efnahagsstjórinia. Afleiðingin er sterkari króna en hollt er fyrir okkur. Útflutnings- og samkeppnisgreinar eiga undir högg að sækja og nýsköpunarfyrirtæki sem gætu orðið uppspretta bættra lífskjara ná ekki að komast á legg. Afleiðingin getur orðið sú að þegar framkvæmdum við stóriðju lýkur, þá verður spennufall og af því að við höfum kæft nýgræðingin í fæðingu þá er afleiðingin stöðnun og atvinnuleysi. Ef við hins vegar reynum að kynda undir með nýjum stórframkvæmdum, þá er það eins og annað fyllerí morguninn eftir það síðasta. Allir sem þannig hafa drukkið vita hverjir timburmenn fylgja slíku. Niðurstaðan er sú að stjórnvöld verða að beita meira aðhaldi og mega ekki skilja Seðlabankann einan eftir í því að halda aftur af þenslunni. Seðlabankinn treystir sennilega mátulega á stjórnvöld í þeim efnum og mun hækka vextina áfram. Ég spái 0,75 prósenta hækkun á morgun og af því að greinin er skrifuð á vef þá get ég gert, eins og sumir stjórnmálamenn, breytt spánni eftirá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafliði Helgason Í brennidepli Mest lesið Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Það er margt sem bendir til þess að Íslendingar muni fara fram úr sér í núverandi þenslu efnahagslífsins og muni þurfa að glíma við afleiðingarnar fyrr eða síðar. Hafnarbakkinn í Norfolk er fullur af bílum sem eru á leið til Íslands og sterk króna gerir það að verkum að við munum flykkjast til útlanda og njóta sólar og lágs verðlags. Það er auðvitað alltaf gaman þegar er gaman en hættan er sú að skellurinn komi með gráti og gnístran tanna. Seðlabankinn gefur út Peningamál á morgun og mun væntanlega samhliða hækka stýrivexti bankans. Afleiðing hækkandi stýrivaxta er að krónan styrkist og óverðtryggðir skammtímavextir hækka. En veislan mun væntanlega halda áfram enn um sinn. ´ Sterk króna ýtir ennþá frekar undir innkaupagleðina á innfluttum vörum og ferðagleðin eykst að sama skapi. Íslendingar eru búnir að lækka yfirdráttinn sinn að undanförnu. Reyndar ekki með því að spara og greiða hann niður með aðhaldsömu líferni, heldur með því að endurfjármagna húsnæði sitt og létta greiðslubyrðina. Stýrivextirnir hafa sáralítil áhrif á langtímavexti sem hafa farið lækkandi og því njóta íslenskir húseigendur þess í fyrsta skipti sem aðrar þjóðir hafa notið; að éta svolítið af húsinu sínu án þess að selja það. Sú þróun ein og sér er í sjálfu sér jákvæð. Það er gott að greiðslubyrðin léttist og að greiða yfirdráttinn sinn er besta fjárfesting sem hugsast getur á mælikvarða áhættu og vaxta, en fjárfestingarákvarðanir eru teknar á grundvelli mati þessara tveggja þátta. Langtímalánin gera það líka að verkum að útgjöld eru jafnari og auðveldara að skipuleggja fjármálin. Hættan er samt sú að yfirdrátturinn mæti aftur að einhverjum tíima liðnum. Bíll sem fjármagnaður er með 40 ára íbúðaláni endist ekki nema brot af tíma lánsins. Þá þarf væntanlega að kaupa annan bíl og sá verður væntanlega á skammtímaláni. Áfram verður samt borgað af gamla bílnum næstu rúmu þrjá áratugina eða svo. Það þýðir ekkert að fást um þetta. Það er eðlilegt að fólk nýti tækifærin þegar nóg er af peningum í umferð og krónan sterk. Við þær kringumstæður sem nú eru í hagkerfinu er óhjákvæmilegt að eyðslan verði dáldið ýkt. Hitt er svo annað að stjórnvöld hafa ekki tekið núverandi þenslu nægjanlega föstum tökum. Ríkið dregur ekki úr framkvæmdum. Þvert á móti jukust þær á síðasta ári. Þegar veltan í samfélaginu vex, aukast líka skatttekjur hins opinbera. Þannig fitna opinberir aðilar við öll lætin. Mikilvægasta verkefnið við núverandi kringumstæður er að nýta vaxandi tekjur hins opinbera til þess að greiða skuldir og koma í veg fyrir að fjármunirnir komist aftur út í hringdans efnahagslífsins. Ríkið fær vart betri tíð til að greiða erlendar skuldir en einmitt tíma sterkrar krónu og mikilla skattteknar. Stjórnvöld hafa ekki gert nægjanlegar kröfur til sín við efnahagsstjórinia. Afleiðingin er sterkari króna en hollt er fyrir okkur. Útflutnings- og samkeppnisgreinar eiga undir högg að sækja og nýsköpunarfyrirtæki sem gætu orðið uppspretta bættra lífskjara ná ekki að komast á legg. Afleiðingin getur orðið sú að þegar framkvæmdum við stóriðju lýkur, þá verður spennufall og af því að við höfum kæft nýgræðingin í fæðingu þá er afleiðingin stöðnun og atvinnuleysi. Ef við hins vegar reynum að kynda undir með nýjum stórframkvæmdum, þá er það eins og annað fyllerí morguninn eftir það síðasta. Allir sem þannig hafa drukkið vita hverjir timburmenn fylgja slíku. Niðurstaðan er sú að stjórnvöld verða að beita meira aðhaldi og mega ekki skilja Seðlabankann einan eftir í því að halda aftur af þenslunni. Seðlabankinn treystir sennilega mátulega á stjórnvöld í þeim efnum og mun hækka vextina áfram. Ég spái 0,75 prósenta hækkun á morgun og af því að greinin er skrifuð á vef þá get ég gert, eins og sumir stjórnmálamenn, breytt spánni eftirá.
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun