Bíða dóms um ógildingu útboðs 20. mars 2005 00:01 Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs. Samgönguráðherra tilkynnti á Siglufirði í gær að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út í haust. Þetta verður þá í annað sinn sem útboð fer fram því það gerðist einnig fyrir tveimur árum. Íslenskir aðalverktakar áttu þá lægsta boð, upp á nærri sex milljarða króna, en fyrirtækið hafði haft mikið fyrir því að bjóða í verkið. Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka, segir að fyrirtækið hafi eytt vel yfir 50 milljónum í að bjóða í verkið. Bjóðendur voru valdir í forvali en útboðið fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt samevrópskum útboðsreglum. Mánuði síðar frestaði ríkisstjórnin framkvæmdunum og Vegagerðin vísaði til klásúlu í útboðsskilmálum um að áskilinn væri réttur til að hafna öllum tilboðum. Stefán segir að Íslenskir aðalverktakar telji að slíkar klásúlur verði að byggjast á efnislegum forsendum, en fyrir því séu fordæmi erlendis. Það geti ekki verið geðþóttaákvörðun hvort menn hætti við verkefni eða ekki. Íslenskir aðalverktakar, með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, freista þess nú fyrir dómi að fá skorið úr lögmæti þessarar ákvörðunar Vegagerðarinnar. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðin hefði brotið lög. Við blasa einnig spurningar um siðferði þess að bjóða sama verk út aftur þegar bjóðendur voru áður búnir að sýna öll sín spil. Stefán segir öllum aðilum ljóst hvert lægsta tilboðið hafi verið síðast og honum sé ekki alveg ljóst hvernig taka eigi á því í nýju útboði. Krafa aðalverktaka snýst ekki um skaðabætur á þessu stigi heldur að fá dómsúrskurð um grundvallaratriði. Og þeir eru enn tilbúnir að vinna verkið á grundvelli fyrra útboðs. Stefán segir aðalverktaka hafa verið það allan tímann en því góða boði hafi ekki verið tekið enn þá. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Dóms er að vænta innan mánaðar um það hvort Vegagerðinni hafi verið heimilt að ógilda fyrra útboð Héðinsfjarðarganga fyrir tveimur árum og hafna öllum tilboðum. Íslenskir aðalverktakar bjóða enn fram þá sátt að grafa göngin á grundvelli lægsta boðs. Samgönguráðherra tilkynnti á Siglufirði í gær að Héðinsfjarðargöng yrðu boðin út í haust. Þetta verður þá í annað sinn sem útboð fer fram því það gerðist einnig fyrir tveimur árum. Íslenskir aðalverktakar áttu þá lægsta boð, upp á nærri sex milljarða króna, en fyrirtækið hafði haft mikið fyrir því að bjóða í verkið. Stefán Friðfinnsson, stjórnarformaður Íslenskra aðalverktaka, segir að fyrirtækið hafi eytt vel yfir 50 milljónum í að bjóða í verkið. Bjóðendur voru valdir í forvali en útboðið fór fram á Evrópska efnahagssvæðinu samkvæmt samevrópskum útboðsreglum. Mánuði síðar frestaði ríkisstjórnin framkvæmdunum og Vegagerðin vísaði til klásúlu í útboðsskilmálum um að áskilinn væri réttur til að hafna öllum tilboðum. Stefán segir að Íslenskir aðalverktakar telji að slíkar klásúlur verði að byggjast á efnislegum forsendum, en fyrir því séu fordæmi erlendis. Það geti ekki verið geðþóttaákvörðun hvort menn hætti við verkefni eða ekki. Íslenskir aðalverktakar, með stuðningi Samtaka atvinnulífsins, freista þess nú fyrir dómi að fá skorið úr lögmæti þessarar ákvörðunar Vegagerðarinnar. Kærunefnd útboðsmála hafði áður komist að þeirri niðurstöðu að Vegagerðin hefði brotið lög. Við blasa einnig spurningar um siðferði þess að bjóða sama verk út aftur þegar bjóðendur voru áður búnir að sýna öll sín spil. Stefán segir öllum aðilum ljóst hvert lægsta tilboðið hafi verið síðast og honum sé ekki alveg ljóst hvernig taka eigi á því í nýju útboði. Krafa aðalverktaka snýst ekki um skaðabætur á þessu stigi heldur að fá dómsúrskurð um grundvallaratriði. Og þeir eru enn tilbúnir að vinna verkið á grundvelli fyrra útboðs. Stefán segir aðalverktaka hafa verið það allan tímann en því góða boði hafi ekki verið tekið enn þá.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira