Erlent

Þjóðverjar samþykkja Wolfowitz

Þjóðverjar munu ekki standa í vegi fyrir því að Paul Wolfowitz, aðstoðarvarnarmálaráðherra Bandaríkjanna, verði ráðinn bankastjóri Alþjóðabankans. Gerhard Shröder, kanslari Þýskalands, greindi frá þessu síðdegis. Bush Bandaríkjaforseti tilnefndi í síðustu viku Wolfowitz sem bankastjóraefni en tilnefningin hefur fallið í fremur grýttan jarðveg, ekki síst í Evrópu. Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna ætla að ræða bankastjóramál Alþjóðabankans á fundi sínum í Brüssel í vikunni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×