Refsing þyngd í Skeljungsráninu 21. mars 2005 00:01 Hæstiréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var sakfelldur fyrir að standa fyrir Skeljungsráninu svokallaða árið 1995. Maðurinn áfrýjaði dómi undirréttar og bar fyrir sig að framburður vitna í málinu hefði verið ómarktækur. Dómurinn komst að þveröfugri niðurstöðu og þyngdi refsivist mannsins um sex mánuði. Maðurinn þarf að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Maðurinn var fundinn sekur fyrir héraðsdómi um að hafa árið 1995 við annan mann ráðist á og rænt tvo starfsmenn olíufélagsins Skeljungs sem voru á leið í banka að leggja inn fjármuni í eigu fyrirtækisins. Mennirnir flýðu í bíl þriðja mannsins með tæplega sex milljóna króna ránsfeng. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök þrátt fyrir að hafa tvívegis áður játað sök við yfirheyrslur lögreglu. Sagðist hann hafa gefið skýrslu í bæði skiptin af ótta við varðhald en dómurinn tók skýringar mannsins ekki gildar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert sem fram hefði komið rýrði sönnunargildi játningar mannsins nema síður væri og bætti þess vegna sex mánuðum við tveggja ára fangelsisdóm héraðsdóms. Þótti sannað fyrir Hæstarétti eins og í héraði að glæpur mannsins hefði verið þaulskipulagður og ránið að öllu leyti ófyrirleitið auk þess sem gjörningsmennirnir hefðu beitt annað fórnarlambið ofbeldi. Átti maðurinn sér því engar málsbætur að mati Hæstaréttar enda áður hlotið fjórum sinnum dóma vegna fíkniefnabrota og var dómurinn því þyngdur um sex mánuði. Enn fremur var manninum gert að greiða kröfu Sjóvár-Almennra um skaðabætur að upphæð tæplega sex milljónir króna. Hæstiréttur gerði athugasemdir við að felldur var niður stór hluti málsgagna án samráðs við verjendur mannsins enda slíkt andstætt lögum. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Hæstiréttur þyngdi í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir manni sem var sakfelldur fyrir að standa fyrir Skeljungsráninu svokallaða árið 1995. Maðurinn áfrýjaði dómi undirréttar og bar fyrir sig að framburður vitna í málinu hefði verið ómarktækur. Dómurinn komst að þveröfugri niðurstöðu og þyngdi refsivist mannsins um sex mánuði. Maðurinn þarf að afplána tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. Maðurinn var fundinn sekur fyrir héraðsdómi um að hafa árið 1995 við annan mann ráðist á og rænt tvo starfsmenn olíufélagsins Skeljungs sem voru á leið í banka að leggja inn fjármuni í eigu fyrirtækisins. Mennirnir flýðu í bíl þriðja mannsins með tæplega sex milljóna króna ránsfeng. Fyrir héraðsdómi neitaði maðurinn sök þrátt fyrir að hafa tvívegis áður játað sök við yfirheyrslur lögreglu. Sagðist hann hafa gefið skýrslu í bæði skiptin af ótta við varðhald en dómurinn tók skýringar mannsins ekki gildar. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að ekkert sem fram hefði komið rýrði sönnunargildi játningar mannsins nema síður væri og bætti þess vegna sex mánuðum við tveggja ára fangelsisdóm héraðsdóms. Þótti sannað fyrir Hæstarétti eins og í héraði að glæpur mannsins hefði verið þaulskipulagður og ránið að öllu leyti ófyrirleitið auk þess sem gjörningsmennirnir hefðu beitt annað fórnarlambið ofbeldi. Átti maðurinn sér því engar málsbætur að mati Hæstaréttar enda áður hlotið fjórum sinnum dóma vegna fíkniefnabrota og var dómurinn því þyngdur um sex mánuði. Enn fremur var manninum gert að greiða kröfu Sjóvár-Almennra um skaðabætur að upphæð tæplega sex milljónir króna. Hæstiréttur gerði athugasemdir við að felldur var niður stór hluti málsgagna án samráðs við verjendur mannsins enda slíkt andstætt lögum.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira