Innlent

Maður lést í bílslysi

Ungur ökumaður á nítjánda ári lést í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi í gær. Slysið varð skammt sunnan við bæinn Rauðuvík í Rauðuvíkurbrekkum. Bíllinn fór fram af háum bakka og lent í stórgrýti í flæðarmálinu. Að sögn lögreglu er ekki hægt að segja til um hvenær óhappið varð. Slysið gæti hafa orðið aðfaranótt miðvikudags eða í gærmorgun. Vegfarandi tilkynnti til lögreglunnar að bíll væri í flæðarmálinu um klukkan tvö í gærdag. Var ökumaðurinn látinn þegar lögreglan kom á slysstað. Lögreglan segir aðstæður á veginum hafa verið góðar, þarna sé nokkuð kröpp beygja með vegriði en bíllinn hafi farið út af áður en hann kom að því. Bíllinn er gjörónýtur. Tildrög slyssins eru ekki ljós en rannsóknarlögreglan á Akureyri rannsakar málið. Ekki er hægt að birta nafn hins látna að svo stöddu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×